bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 520i Árg. 90 Til sölu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=10250
Page 1 of 1

Author:  Magnis [ Mon 25. Apr 2005 19:35 ]
Post subject:  BMW 520i Árg. 90 Til sölu

BMW 520i árg. 90 Mjög fallegur og góður bíll. Það er búið að taka vélina, sjálsk. og allt bremsukerfið í gegn í honum. Bíllinn er á álfelgum og góðum sumardekkjum og fylgja honum 4 vetrardekk á felgum og 4x45w Awia spilari. Verð: 250þús og skoða ég öll skipti.
Myndir af bílnum má finna hér
http://www.augnablik.is/showgallery.php?cat=635


Kv. Magni
S. 694-3683
magnis@internet.is



Image

Author:  Djofullinn [ Mon 25. Apr 2005 19:56 ]
Post subject: 

M20 eða M50 mótor?

Author:  Magnis [ Mon 25. Apr 2005 20:06 ]
Post subject: 

þetta er 2.0L 6 cyl.

Author:  srr [ Mon 25. Apr 2005 20:12 ]
Post subject: 

Ekinn nálægt 300 þúsund km?

Author:  saemi [ Mon 25. Apr 2005 20:14 ]
Post subject: 

Magnis wrote:
þetta er 2.0L 6 cyl.


Já en það skiptir um vélar árið 1990 í þessum bílum, þeir koma bæði með M20 og M50 vélar. Þær eru báðar 2.0L 6cyl.

Hvað er hann skráður í hestöflum, það sést á því.

Author:  Magnis [ Mon 25. Apr 2005 20:18 ]
Post subject: 

Hann er 129 hp. hann er ekinn 317 þús en það er búið að skipta um hedd og svo var sjálsk. tekin í gegn o.f.l

Author:  saemi [ Mon 25. Apr 2005 20:23 ]
Post subject: 

Þá er þetta M20 vélin. :D

Author:  srr [ Mon 25. Apr 2005 20:28 ]
Post subject: 

Eru þetta nýlegar myndir? Er ennþá þessi litla dæld við stefnuljósið þeas og vantar ennþá litla svarta dótið ofan á stuðarann? :roll:

Author:  Magnis [ Mon 25. Apr 2005 23:19 ]
Post subject: 

ja þetta eru frekar nýlegar myndir þannig dældin er í brettinu og það vantar svarta dótið á stuðarann.

Author:  einson [ Fri 06. May 2005 21:29 ]
Post subject: 

Er þessi bíll enn til sölu? Ef svo er þá langar mig að heyra frá BMW sérfræðingum hvort eitthvað vit sé í þessum bil, miðað við akstur og vél (M20/M50).
Ég þekki þetta ekkert en gæti vel hugsað mér að aka um á eldri BMW.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/