krullih wrote:
Vel orðað

alltaf þegar einhver segjir
of hátt verð þá virðast sumir hoppá á það að menn tali aldrei um það sem þeir eiga, heldur séu að setja útá verðið hjá söluaðila...gott að sumir hugsa ekki svona

Þetta er nú einhver mesta apalógík sem ég hef heyrt. Mér dettur ekki í hug að segja að verð á einhverju sé of hátt vegna þess að það sé utan þeirra marka sem ég ræð við fjárhagslega.
Á ég að segja að verð á nýjum M5 sé of hátt, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki efni á að kaupa hann??? Það getur verið að verðið sé of hátt, en það verður þá að miða við eitthvað annað en fjárhag minn.
Mér finnst þetta vera svona eins og að segja að nafli alheimsins sé einmitt naflinn á mér (sem minnir mig by-the-way á Ameríku og Frakkland) og að allir hlutir eigi að miðast við mig. Þá fyrst hefði maður eitthvað að rífast um ef að allir ættu að miða allt út frá sér
Ef eitthvað er dýrara en svo að ég hafi efni á því, þá er það fyrst og fremst of dýrt fyrir mig. Svo er allt annað mál hvort að verðlagningin á hlutnum er of há. Til að geta sagt til um það þarf að grafa dýpra í málið en að skoða í veskið mitt. T.d. væri ágætt að skoða markaðsverð á samskonar hlutum, eftirspurn og framboð osfrvs.
En jæja, .. nóg í bili. Gleðileg jól allir.
Yfir og út í friði,