Djofullinn wrote:
bebecar wrote:
Djofullinn wrote:
Takk fyrir það drengir

Jú Ingvar það passar að Högni tók mótorinn eitthvað í gegn stuttu áður en honum var lagt. Það eru til reikningar fyrir því sem Jónas ætlar að koma til mín. Verður fróðlegt að sjá hvað var gert. En það er víst upp á góðar upphæðir.
Já, ég man eftir því - það var ekki ódýrt verk. Þá er þetta klárlega sami bíllinn.
Það var mikið fjör að keyra hann allega og hann virkaði bara nokkuð vel í þá daga.
Stóð hann á einhverri sölu þá?
Man eftir nokkrum M3 bílum sem stóðu á sölum á þessum tíma '98-'02
Maður hefur hugsanlega skoðað þennan einhverntíman
Þessi bíll stóð á sölu sem ég vann á ca. 2000. Ég meira að segja gekk frá sölunni á bílnum til þess sem þú kaupir af Danni.
Var einmitt að spá í að kaupa hann sjálfur en minnir að konan hafi verið orðin ólétt og tvær hurðir ekki málið.
Ég fékk að prófa hann hjá þáverandi eiganda vegna áhuga á kaupum og hann virkaði rosalega vel. Minnir einmitt að hann hafi minnst á einhverjar viðgerðir. Ég hef eiginlega aldrei fyrr og síðar keyrt jafn skemmtilegan bíl. Enda ástæðan fyrir E30 M3 dellunni
Og jú, hann var með hauskúpu thema
