RamLing wrote:
Danni wrote:
Uni. Farðu þangað sem lánið fyrir bílnum er, framlengdu lánið til að fá lægri afborganir. Þá selst hann. Ég vil ekki hljóma leiðilegur en ég held að það sé alveg pottþétt að það er enginn að fara að kaupa 2000 árgerð af 523 með afborganir uppá tæpar 60þús á mán, sama hversu góður bíllinn er. Það er hægt að fá M5 með sömu afborganir. Staðreyndin er bara sú að mjög fáir líta á hvað bíllinn kostar. Fólk kaupir bíla eftir afborgunum, vegna þess að því er sama hvað bíllinn í heildina kostar, útaf því að bíllinn verður örugglega seldur áður en það er búið að borga fyrir hann.
Svona er bara Íslandi í dag

1 lagi.. M5 með þessum afborgunum er með lán uppá 3 millur +
2 lagi.. M5 eyðir mikið miðað við 523i og er með MIKIÐ meiri viðhaldskostnað!.
523i eyða litlu og virka vel og eru helvíti skemmtilegir og eru ódýrari í viðhalds og rekstarkostnaði.
3 lagi.. ÉG ER BEINLÍNIS AÐ GEFA BÍLIN Á 1540ÞÚS, hugsaðu aðeins áður en þú ferð að koma með svona statements.
Það eru margir búnir að koma með þetta ... mememe M5 comment en geta greinilega ekki skilið það að lánið á 523i er í 1540þús ekki 3millur + !!
Fólk verður líka aðeins að hugsa um lengd lána..
Bera að eiga hlutina sjálf heldur en glitnir frændi !!
Þú ert nú samt greinilega ekki að skilja hvernig íslendingar hugsa í peninga málum.. þau ná yfirleitt ekki lengra en næstu mánaðarmót.
Og þessvegna fer bílaáhugamaður sem hefur reyknað út að hann geti borgað 50+ þús í bara lánið á mánuði pottþétt í M5 og er skít sama hversu lengi hann er að borga eða mikið þegar upp er staðið.. hann ætlar ekki að eiga hann það lengi
Svo með þetta gjafar dæmi þá er það nú samt rétt hjá Eggert að þetta er engin gjöf.. þvi þá væri þetta frítt
Geggjaður bíll samt og þú ættir ekki að vera í neinum vandræðum með að tala lánastofnunina til með framlenginua á láninu því þeir vilja nú fá sína reikninga borgaða og ef þú getur ekki borgað þá, afhverju að rukka þig um það?..
Það er einsog einhver sagði.. Þú ert meira virði fyrir þeim ef þú átt einhverja aura
