Benzari wrote:
///M wrote:
Afhverju hafið þið alltaf svona svakalegar áhyggjur af því hvaða verð fólk setur á bílana sína?
Þetta er mjög einfalt, sala á hlutum fer eftir framboði og eftirspurn. Ef það er eftirspurn eftir 320325m3polski á þessu verði þá einfaldlega selst hann.. Annars ekki!
Er fólki ekki fullkomlega frjálst að setja það sem það vill á sínar vörur eða eignir? Ef að varan er síðan ekki í samræmi við markað þá selst hún ekki og sá sem stendur fyrir sölu annaðhvort lækkar verðið eða situr uppi með dótið. Simple as that.
SORRY OFFTOPIC.
Má endilega henda þessu í sér þráð.
Sammála þessu, menn horfa alltof oft á verðið án þess að skoða ástandið almennilega.
Ef bíllinn er ekki 99% góður þá er þetta sennilega í hætti kantinum
Þetta dæmi með M3, hann er á 1,2 stgr. og þetta er ásett verð (a.m.k. hefur ekki annað komið fram)
Hvað segja menn þá um 1,5 milljón fyrir E30 vs M5 E39 á rúmar 2 kúlur ?

Hvaða E30 hatur er þetta í gangi hjá þér? Alltaf jafn fyndið þegar menn bölva E30...
Ef að það er sett 1.5m á E30 og hann selst á það þá hlýtur hann að vera 1.5m króna virði.
Þetta er spurning um framboð og eftirspurn eins og þú ættir að vita. Það er ekki mikið eftir af góðum E30 á klakanum og það kostar fáránlega pening að flytja inn. Þetta eru léttir bílar sem er gaman að keyra og tiltörulega "ódýrt" að modda.
E39 M5 eru dýrir bílar í rekstri og ekki jafn hentugir í leikaraskap eins og E30.
Persónulega þá myndi ég aldrei kaupa mér E39 M5 af því að ég myndi ekki hafa efni á að leika mér á honum. Ég væri miklu frekar til í að eyða peningum í E30 og eiga t.d. 520i sem dailydriver.
Ekkert alvarlegt hatur í gangi, hefur kannski áhrif að maður er orðinn svolítið þreyttur að hlusta á þetta gúmmíbrennsluvæl langt frameftir nóttu á hringtorginu við BYKO í Kópav. (já ég hef kíkt á staðinn og það er yfirleitt BMW E30 á ferðinni)
Finnst alveg einn og einn flottur.