-Hjalti- wrote:
værir þú til í skipti á fjórum hestum á fæti , Einum í tunnu , stórri poppvél og gömlum ljósa bekk og kanski 10-15þús í peningum
Þetta er grínlaust ekki versta tilboð sem ég hef séð
íbbi_ wrote:
ég er nú reyndar akkurat þannig innréttaður að í raun einu E34 sem mig langar í eru M5, eða m60 bíll. M5 af því að hann er jú icon í mínum huga og einn af draumabílunum síðustu 10árin+ og m60 af því að jú.. bmw+m60 hefur aldrei klikkað hingað til.
en það er svo skrítið með akkurat þetta eintak. að mér finnst bara enginn löstur á honum að þetta sé m30 bíll. veit ekki af hverju en mér finnst einhevrnveginn smellpassa við AC lúkkið og allt það að þetta sé old school E34 bíll og 535 akkurat týpan sem hann ætti að vera. virkar á mann eins og bíll sem var keyptur svona græjaður upprunalega.
hann er alveg stórglæsilegur, bæði hvað varðar ástandið á honum og bara sem heild, það sem þú hefur gert er gríðalega smekklegt, og m30b35 með ásum og bsk kassa í E34 með fjöðrun+sportstóla eflaust alveg hrikalega skemmtilegt combo.
Ég sjálfur myndi ekki vilja hafa hann öðruvísi útlitslega. Eina sem mér þætti passa til viðbótar væru ljósar eða millidökkar filmur.
Hvað vélina snertir þá væri það eina sem ég vildi bæta við...............boost og kúppling sem höndlar það.
Að næstum öllu öðru leiti er þetta minn draumabíll, og hann er ekki keyptur þannig upphaflega.
Þegar ég keypti hann var þetta svona næstum eins og hver önnur blikk dós fyrir mér, enmikið hefur breyst og ekkert svona var planað í upphafi

_________________
Jón M
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tækiFord Bronco '66
Bara station bílar, enginn BMW.