Hvaða væl er þetta.
Það er óþarfi að vera að blása sólskini upp í ****gatið á fólki til að því líði betur. Það er ekkert búið að vera með ósanngjarna pósta í garð eigandans.
Hann var að tjá sig um að vonandi yrði bíllinn réttur og komið í stand. Það var bara verið að tjá sig á móti og segja að það væri frekar ólíklegt.
Það er engin vitleysa að segja fólki beint frá hjartanu skoðun manns. það getur stungið stundum, en oft er það satt og hjálpar fólki að koma fótunum fyrir aftur á jörðinni.
Þó svo að við séum að tjá okkur hér um að við höldum að bíllinn verði ekki réttur og sé ekki mikils virði, þá ætti það ekki að eyðileggja fyrir honum varðandi söluverðið. Hverjir haldið þið að séu að bjóða í svona bíla? 17 ára skólastrákar sem átta sig ekki á hvað kosti að gera við þetta og kaupi bílinn á 250 þús? Nei, það er fólk sem veit hvað kostar að gera við þetta og eina leiðin til að fá
eitthvað út úr þessum bíl er:
A) Að selja bílinn í parta - eina vitræna að mínu mati.
Meira að segja á þann hátt væri ekki hægt að græða mikið á þessu. Það tekur töluverðan tíma að rífa svona í sundur, kostar að geyma það. SVo er vél og drifbúnaður í þessum bílum dótarí sem var hætt að nota c.a. 1990 og það borgar enginn mikið fyrir varahluti í 15 ára gamla bíla!
B) Að spara eins og hægt er í viðgerðinni, hafa nægan frítíma eða ekkert að gera í vinnunni og eiga til afturenda á svona bíl. Þá þarf maður að eiga réttingarbekk og sprautuklefa líka og vera andskoti klár að gera við.
Mín skoðun er sú að sá aðili finnist ekki, sem nennir að standa í að rétta svona bíl, sem kostar þegar búið er að gera við hann max 500þús.
Vinnan við að rétta þetta er svo gríðarleg að það nær engri átt. Það væri auðveldara að skera aftan af öðrum bíl og sjóða saman. Það væri líka geðveik vinna og myndi heldur ekki borga sig að. Það myndi ekki borga sig fyrir M5 bíl nema það væri algjör moli.
Og þegar það er búið að rétta þetta, gefum okkur að allir varahlutirnir séu til og þurfi ekki að borga fyrir þá, það er minnsti peningurinn í þeim, þá á eftir að sprauta bílinn. Bara efni í sprautun eftir svona dæmi kostar einhvern 40-50þús kall lágmark. Þá er eftir að reikna með vinnunni sem útseld væri ekki undir 100 kalli.
Af hverju er fólki svona illa við þegar verið er að segja eitthvað sem er satt en er erfitt að kyngja stundum? Það er ekkert verið að rægja einn né neinn, með neinar aðdróttanir eða leiðindi. það er bara verið að segja sannleikann
Þessi bíll er gott eintak, lítið ekinn, virkar vel, mjög traust vél og gírkassi. En hann er algjörlega í klessu að aftan og það er það sem ekki er hægt að líta framhjá
Ég vona eigandans vegna að hann fái sem mestan pening fyrir bílinn. Miði er möguleiki.