Anonymous wrote:
þið vitið að það er löglegt að skrúa niður mælana í bílum í þýskalandi!
Það er ekki löglegt en það má gera það undir vissum kringumstæðum. Þegar verið er að gera við bíla skipta um mælaborð og eitthvað þannig. Held að það sé nánast aldrei hættulegt þegar km tölu hefur verið breytt og ástæða liggur að baki. Það hættulegasta er þegar svindlarar kaupa mikið ekna bíla og skrúfa þá niður og henda oft góðum þjónustubókum. Það er ekki löglegt í Þýskalandi.
Það er alltaf vandasamt að kaupa bíla og þetta er eitt af því sem maður hefur áhyggjur af þegar maður kaupir bíl í Þýskalandi.
Ég leyfi mér að efast um það að Sæmi myndi nenna að standa í því að skrúfa niður '88 bíl eða kaupa niðurskrúfaðan '88 bíl og flytja til Íslands. Hann hefur pottþétt gert öll sín test á bílnum fyrir og eftir kaup.
Það búa um 100milljónir í Þýskalandi og það er slatti af 535i bílum þar og ekkert ólíklegt að einhver þeirra sé lítið ekinn.
Bíllinn er glæsilegur af myndunum að dæma og mjög sennileg ástæða sem liggur að baki þessari skemmtilegu km tölu.