Málið er nefnilega að ég hef áhuga. Ég hef hinsvegar algjöra óbeit á þegar að fólk lætur inn auglýsingu og ekkert verð.
Sérstaklega þegar að í toppinum á söludálknum þá eru eftirfarandi leiðbeiningar hvernig auglýsingum skal hagað.
Quote:
Að gefnu tilefni er mælst til að þú lesir þetta áður en þú setur inn auglýsingu hérna á spjallið í fyrsta sinn.....
Mælst er til þess að fólk vandi sig við gerð auglýsinganna, það minnkar óþarfa leiðinda umræðu í söludálkinum og eykur líkur á að auglýsingin hitti í mark.....
Quote:
2) Upplýsingar um vöru
Passaðu að láta nægar upplýsingar fylgja með bílnum, því að spurningar eins og "Hvað er svo verðmiðinn?" og "Áttu myndir?" eru snöggar að koma ef þeim hefur ekki þegar verið svarað. Hérna neðst í skjalinu er listi yfir þau atriði sem BMWKraftakarlar vilja
gjarnan vita svör við.
Quote:
Listi yfir þau atriði sem ættu að fylgja upplýsingar um
* Tegund og gerð
* Árgerð
* Akstur
* Litur
* SSK/BSK
* Útbúnaðarlýsing (felgur, sóllúga, áklæði o.s.frv.)
* Ástandslýsing (tjónabíll, skoðunarástand, gallar og slíkt)
* Skipti/engin skipti
* Áhvílandi
* VERÐ!
Vonandi nýtist þetta sem flestum við að pósta góðum auglýsingum.
Þú heldur kannski að ég sé með einhvern mega derring út í þig persónulega en það er engan vegin málið.
Hinsvegar er viðhorf þitt gagnvart þessum auglýsingadálki óhemju leiðinlegt.
Þú ert að fá hérna fría auglýsingu sem að hátt í 1000 manns er búið að skoða, þú setur ekki upp verð þrátt fyrir að það standi ítrekað í leiðbeiningum að gera slíkt og bannar svo að lokum fólki að spjalla á spjallborði?
Að versla bíl á ekki að vera eins og að deita Mariah Carey.