Alpina wrote:
SteiniDJ wrote:
Alpina wrote:
Þetta er einhver annar bíll,
þessi er kominn í skúr til okkar.


Já, rétt hjá Steina, þekkjum bara ekkert til þessarar Ásu og því um allt annan bíl að ræða en skemmtileg tilviljun. Skelltum okkur á þennan bíl, verð alltaf umdeilanlegt. E30 ansi vinsæll - kannski heldur of vinsæll. Í litteratúrnum er hann þó talinn einn vandaðasti fjölskyldubíll sem smíðaður hefur verið. Það sem stendur upp úr og gerði það að verkum að við létum verða af þessu:
-Bíllinn er lítið ekinn, 125.000km og styður skoðunarferlið í umferðarskrá þann akstur. Heillegur, stöðugur og þéttur í akstri. Var í eigu fyrsta eiganda frá 1987-2003, hann keypti bílinn er hann var 73 ára gamall og átti hann semsagt fram að níræðu!! Við erum fjórði eigandi.
-Hann er original- ekkert búið að "swappa" eða eiga við hann, það er í mínum huga meginmál.
-Bíllinn er beinskiptur, 5gíra og það er verið að þjálfa nýjan ökumann á heimilinu og þurfum því beinskiptan bíl. M5 hentar illa-fullöflugur. Galli að nota sjálfskipta X5 og 530Xi sem auk þess eru dýrir og tjón á slíkum bíl kostar fljótt meir en þessi bíll.
- Gjaldfrír e. rúmt ár!!! og þá með fornbílatryggingu. Það telur
Þó ýmislegt sem þarf að laga. Brettabogar aftan talsv. ryðgaðir, frambretti vi megin ónýtt en fæ annað betra. Gólf og undirvagn gott nema á tveimur stöðum en sýnist ekki stórmál. Pústar með pústgrein, virðist vera gamalt skítamix á mótum greinar og pústs sem lekur. Fæ aðra pústgrein og heila. Heilsprauta þarf bílinn, skipta um aftari bremsurör og eitthvað fleira. Stefnuljós að framan vi megin virkaði ekki og ekki heldur inniljós við að opna hurð en það er ég nú þegar búinn að laga. Tel okkur ekki vera að taka neina áhættu með þessum kaupum. Svo fer hann bara vel við hliðina á 6-unni þegar búið er að sjæna hann til!!!! Höfum góðan tíma því "bílstjórinn í þjálfun" fær ekki prófið fyrr en í ágúst. Hef aðgang að algerum meistarabifvélavirkja, suðumanni og góðum vini í Grindavík og þangað fer gripurinn á næstu dögum. Setjum etv inn myndir síðar af framvindu mála. Gaman að hafa eitthvað að stússa í- 6an í geymslu og litlu við hana að bæta nema bara keyra hana.
_________________

BMW X1, 18d, 2014 (E84)
BMW X5, 4,8i, 2007 (E70)
BMW 635CSi,1986 (E24)
BMW 316,1987 (E30)
BMW 530Xi Touring, 2006 (E61), seldur
BMW X5, 2007, (E70), seldur
BMW X5 4,4i, 2004 Seldur