Giz wrote:
Frábært!
Hvað GT varðar, var ég með þannig bíl um daginn, 530d GT og innan frá er þetta snilldarvagn sem og í akstri. Utan, ehemm ja...
Hrynja án efa samt í verði amk sem 550i GT næstu ár
G
Ein ástæðan fyrir kaupum á þessari týpu er innrýmið sem hentar frábærlega í diplo aksturinn. Mikið pláss fyrir aftan framsæti og hreifanleg sæti aftur í líkt á í 7 línunni. Ekki skemmir að fá betra skottpláss í staðinn fyrir það sem er í boði í E60 (kemur ekki tveimur stórum ferðatöskum þar

) . Svo situr maður hærra í GT en E60 þ.a.l. auðveldara fyrir menn að setjast inn í bílinn og að stíga út úr honum (þetta skiptir máli fyrir suma diplomata sem eru + 60 ára).
Útlitið Giz, það er svona og svona, en má örugglega venjast því.

Ekki gott að segja hvernig þessir vagnar koma til með að haldast í verði, en ég hef nú ekki teljandi áhyggjur af því þar sem bíllinn verður, að öllu óbreyttu, seldur eftir rúmt ár. Ætti sennilega ekki eftir að falla mikið meira í verði en aðrir bílar af svipuðu caliberi að þeim tíma liðnum. Tel t.d. að þessi bíll gæti hentað mjög vel í leigubílaakstur.
_________________
Jón Birgir
Mercedes-Benz C124 230CE '91
Renault Mégane II Sport Tourer '04
BMW E39 520i '99 (seldur)
BMW E28 518 '82 (seldur)
BMW GT