Hvaða hörundssærindi eru þetta.
Ef eiganda bíls er frjálst að setja það sem hann vill á bíl, er þá ekki öðrum frjálst að láta skoðun sína í ljós á því verði? Ég persónulega er meira pirraður á því hvað menn eru alltaf að gagnrýna þá sem gagnrýna of hátt verð, heldur en hitt að verðið sjálft sé gagnrýnt. Hættið bara að gera mál úr þessu, það er öllum frjálst að hafa sína skoðun.
Ég er ekki að segja að 500 þúsund fyrir þennan bíl sé sanngjarnt en ekki 900. En í stað þess að fara að rífast, hvernig væri þá að styðja mál sitt með því einfaldlega að vísa í markaðsverð? Svona bíll kemur aldrei til með að koma inn á minna en milljón innfluttur, sá ÓDÝRASTI á mobile er á 4000 EUR, væri c.a. 1.2 hér heim kominn. Þannig að þá hljómar ásett 900 þúsund nú bara ekki svo illa.
Það má vel vera að "Fatandre" sé margs fróður um þessa bíla, en þetta verð sem hann er að vísa í er engan veginn í samræmi við markaðsverð. Að segja að bíll í toppstandi ætti að kosta 1.5 er í hróplegu ásamræmi við verðlagningu á þessum bílum. Svona bíll í toppstandi ætti að kosta 3-4.5 og nú getur hver sem vill farið á mobile og skoðað sjálfur (ég er að tala um 1991 módel af 850ci). Ég er sjálfur nýbúinn að kynna mér töluvert verðlagningu á svona bílum.
En það sem er rétt hjá honum er að það kostar allt $$$ í þessa bíla og það fer mikið af $$$ í að halda þeim í standi. Sem dæmi fyrir þann sem þarf að kaupa nýtt aðalljós:
HEADLIGHT LEFT 1 06/1992 63121392035 $931.06
En að vera að auglýsa bíl til sölu og geta ekki tekið smá gagnrýni er frekar lélegt. Það ætti nú frekar að taka ábendingum um vitlausa auglýsingu með jákvæðni í stað þess að segja að spjallverjar séu rosalegir í okkar vitleysu....!
Það að segja að það sé sama sagan með þessa síðu, að BMW menn séu að rakka BMW niður er ekki alveg í samræmi við það sem ég upplifi. Það er ekki að rakka bíla niður að gagnrýna ásett verð eða benda á vitlausar staðhæfingar í söluauglýsingum eða að benda á varahlutaverð og viðgerðakostnað. Hvað þá heldur að það stjórni verðlagningu á bifreiðum hvað menn tali um verðið á þeim! Það eru önnur lögmál sem stjórna verðlagningu á bílum

Það má vel vera að Benz menn séu ekki að tala um verð á Benz bifreiðum eða láta álit sitt á verðlagningu þeirra í ljós. En það er eitthvað skrýtið ef menn taka alltaf gott og gilt ásett verð á viðkomandi bíl, hvert sem verðið er. Hvort er hollara fyrir eðlilega viðskiptahætti?