Spiderman wrote:
Það er engin að tala um neina lögfræði hér, bara pirrandi viðskiptahætti sem kanónurnar hér mæra
Bíll auglýstur á 100 þús, áhugasamur kaupandi fer á staðinn og ætlar að ganga frá kaupum. Þá er sagt nei það er gaur að koma og skoða og hann er til í að borga 110 þúsund. Áhugasami kaupandinn bíðst þá til þess að kaupa bílinn á 120 þúsund en þá kemur svarið "nei ég ætla að bíða til kl. 18 og athuga hvort það komi ekki hærra tilboð". Klukkan 18 er öllum sem hafa skoðað sent sms og þeim boðið að toppa tilboðið 130 þúsund.
Bottom lænið er eftirfarandi: Ef þú vilt selja bílinn þinn til hæstbjóðanda....óskaðu þá eftir tilboði!
Bíllinn er auglýstur, verð 100þús... ok hringt er í eigandann og segir hann að búið sé að bjóða 100 þús, 110 þús og 115 þús.
einnig er sagt að ekki verður farið undir 100þús. þegar hringt er í eigandann.
Segir einnig að það séu fleiri að koma, þegar þið eruð að prufa bílinn þá er annar kominn og biður eftir að fá að prufa hann þegar þið komið að skila honum.
Þið bíðið í bílnum á meðan hinir prufa hann, og áfram sitjið þið í bílnum í dágóða stund. Bankið svo uppá þegar þið eruð búnir að hringja nokkur símtöl (geri ég ráð fyrir)... fleiri hringdu á meðan þið sátuð í bílnum og vildu sjá hann.....Sagt var við ykkur að bíllinn væri til sölu ekki undir 100þús, og einnig er ykkur sagt að komin séu hærri boð í hann og að fleiri ætli að koma sem búið var að mæla sér mót við.....
Þið sögðuð að það væri dýrt sé að keyra á milli Rvíkur og Voga hvort þið fáið hann ekki bara á 118. þús, ykkur var svarað að ekki væri hægt að taka tilboðinu ykkar því fleiri vildu skoða bílinn og var búið að segja þeim að koma á ákveðnum tíma.
Ef þetta er þér svona mikið hjartansmál, af hverju bauðstu þá ekki bara HÆRRA verð í bílinn sem hefði tryggt ykkur kaupin, þar sem búið var að segja ykkur að mörg tilboð væru komin í bílinn?
Vinsamlegast farðu með rétt mál....Mér leiðist þegar fólk fer ekki með rétt mál.
ps. átti þá ekki fyrsti maðurinn sem hringdi í mig í morgun og sagði við mig að hann væri til í að taka bílinn á 100þús og sækja hann á sunnudaginn (hann ætlaði samt að borga bílinn í dag)?
Og maðurinn no.2 sem skoðaði hann og fór með hann á verkstæði vildi einnig fá hann og ég sagðist vilja sjá hvernig áhuginn væri á bílnum og ég myndi hafa samband seinna um daginn við hann. Þá bauð hann strax 110 þús, EN hann sagðist alveg skilja að ég vildi sjá hvernig dagurinn færi.
Þú varst ekki sá eini sem vildir bílinn. Ég sagði að ég myndi hafa samband sennilega í SMS-i og ég gerði það.
kv Fíasól.