Til sölu BMW 523iT
Litur: 324 Oxfordgruen
Leður: Svart (var pluss original í honum)
Fyrsta skráning 18.06.97
Innfluttur 15.04.2011
Verksmiðjunúmer: BY72804
Ekinn 302þkm
Skoðaður '11
2.5L 170hö (með bensíni)
Búnaður:0534 Klimaautomatick - (loftkæling, er í lagi)
0550 Bordcomputer - aksturstalva
0235 Anhaengerkupplung, kopf abnehmbar - aftakanlegur dráttarkrókur
0386 Dachreling - þakbogar
0413 Gepaeckraumtrennetz - net og tjald til að draga upp og yfir afturí
0438 Edelholzausfuehrung - viðarlistar háglans
0494 Sitzheizung - hiti í sætum að framan
0540 Geschwindigkeitsregelung - Skriðstillir
Þess utan er ég búinn að setja í bílinn gardínur í afturglugga, OEM að sjálfsögðu.
Staðalbúnaður:Spólvörn, ásamt ABS
Rafmagn í rúðum að framan
Fjarstýrðar samlæsingar úr lykli (Virkar reyndar bara á einni fjarstýringunni en hin fylgir ásamt 3ja lyklinum)
Þokuljós að framan
Búið er að setja facelift ljós á bílinn (HELLA) ásamt Xenon. Ég litaði svo afturljósin rauð, lítið mál að hreinsa það af eða versla hvít/facelift til að fullkomna facelift lúkkið.
Ég skipti sjálfur um ABS skynjara í bílnum, keypti svo í hann ventlalokspakkningu ásamt nýrri síu í sjálfskiptinguna. setti Mobil 1 á hann í 298779km.
Bíllinn er með þjónustubók frá upphafi, það hefur aldrei verið trassað að skipta um olíu, bremsuvökva oþh.
Rúsínan í pylsuendanum er svo að sjálfsögðu METAN kerfið í bílnum. Það virkar fullkomlega, bíllinn skiptir yfir á það sjálfur þegar vélin hefur hitnað (c.a 3 mínútur ef hann er kaldur, 10 sec heitur). Það kostar 2350 að fylla kútinn og hann dugir í kringum 200km (170-230) eftir akstri. Miðað við þetta, þá er þetta að koma út kostnaðarlega eins og bíllinn sé að eyða 5L á hundraðið (kostar 1175 að keyra 100km). Þess utan eru bifreiðagjöldin í lágmarki, 5350 krónur á önnina.
Kerfið er af BRC gerð, var sett í 2005 og kostaði þá 5300EUR.
Bíllinn er á original M5 felgum sem eru óbeyglaðar en farið að sjá á. Dekkin eru Falken, framdekk fín, afturdekk orðin slitin (myndi giska á fram á mitt næsta sumar).
Þrátt fyrir þennan akstur er bíllinn óaðfinnanlegur í akstri. Mjög þéttur og góður bíll.
Reikningar frá 2010 upp á 1700EUR!
Tilboðsverð 800.000.- Fast verð, ekkert prúttUpplýsingar í S: 699-2268 eða smu@islandia.is









