bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 11:15

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
 Post subject: SELDUR
PostPosted: Mon 17. Feb 2014 22:24 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Til sölu eitt stykki BMW 320i INDIVIDUAL

Árgerð: 1993
Ekinn 243.800km.
Litur: Macaoblau metallic
Beinbíttaður
Tvívirk rafmagnstopplúga, svartur toppur, ragmagn í speglum, leðursæti með armpúða í afturbekk, útihitamælir, leðrað sportsýri, samlæsingar, lesljós, Hi-Fi hljóðkerfi, aiwa bílgeislaspilari með aux tengi að framan og rafmagn í framrúðum með auto upp/niður.

Útlit: Bíllinn var sérpantaður Macaoblau metallic að lit sem er sérlega fallegur litur en komið er töluvert af yfirborðryði í bílinn en engin göt, búið er að skipta um frambretti og eru þau alveg heil ásamt því að setja sílsaplöst. Það vantar listan á skottlokið ásamt öðru númeraplötuljósinu sem var stolið af bílnum en nýr listi og ljós fylgir með.

Ljósabúnaður: Svartbotna framljós með angel eyes, reyklituð framstefnuljós, þokuljós að framan, hvít og rauð afturljós og þriðja bremsuljósið í afturglugga.

Skóbúnaður: 16" Styling 18 álfelgur umvafnar ónegldum Hankook vetrardekkjum sem líta mjög vel út og eiga nóg eftir og 18" E39 M5 replicur sem hafa litið betur út og eru á dekkjum sem halda lofti en tvö af þeim eru ónýt.

Fjöðrun: Bíllinn kemur upprunalega á M sports suspension en er í dag á coilover að framan, með lækkunargorma að aftan ásamt upphækkunarklossum fyrir veturinn. Fjöðrun virkar mjög vel, ekkert hopp né skopp og ekki of höst.
Undirvagninn lítur mjög vel út og sér ekki á aftursubframe'i né á boddýi þar í kring.

Bíllinn er nýkominn úr skoðun en var með endurskoðun út á bremsuslöngur og handbremsu en er nú með nýjar bremsuslöngur og handbremsan svínvirkar.

Nýlegt viðhald: Skipt var um vatnskassa, vatnsdælu, vatnslás, vatnsláshús og kælivökva fyrir einu og hálfu ári síðan, skipt var um vökva á gírkassa, drifi, stýri og bremsum fyrir tæplega ári síðan, árs gömul bensíndæla, nýbúið að skipta um bremsuklossa að aftan og ný kerti.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

ATH: Bíllinn selst nýsmurður og það fylgir með honum soðið drif.




SELDUR

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Last edited by ömmudriver on Fri 21. Feb 2014 23:29, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 18. Feb 2014 00:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Ég skoðaði þennan aðeins þegar þú lagðir við hliðina á E36 flakinu mínu fyrir utan blokkina þína. Helvíti flottur að sjá :thup:

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 119 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group