Er með til sölu tímabundið vegna áhuga á öðrum bíl.
Bíllinn er BMW e30 318i, fæddur 1987. Hann er Alpinewiess hvítur sem er mjög snyrtilegur litur.
Hann er fornbíll svo það kostar kostar ekkert að eiga hann. Er núna að borga 19þúsund fyrir allt árið og það eru engin bifreiðagjöld. Gömlu plöturnar fylgja kaupunum.
Bílinn byrjaði líf sitt sem 316 blöndungsbíll. Þegar sú vél gafst upp var ákveðið að setja í hann 1800cc m10 mótor og kassa sem er nú keyrður um 70þús. Var sett í hann bensíndælu í tankinn fyrir innspýtinguna og er það mjög snirtilega gert. Tek það að fram að þessi mótor er MJÖG þéttur!
Allt króm á bílnum lítur mjög vel út, er eins og nýtt! Innréttingin er líka mjög heil, smá rifa á bílstjórasæti!
Bílinn var "ógangfær" þegar ég fékk hann, lagaði það sem var að.
Bílinn er ekinn 212þúsund á boddí og 70þús á mótor
M10B18 m/ inspýtingu
Læst drif (Var mér sagt, er ekki 100% viss, fólki er velkomið að athuga)
KW demparar (Góð fjóðrun!!)
Einhvað lækkaður að framan
oem BMW stálfelga afturí
Það sem sett í/skipt í bílnum:
Kertaþræðir
Nýlegur rafgeymir
Ný bremsudæla v/m að aftan
Orginal gírhnúi
Rúðuþurkumótor
Það fylgir einhvað með bílnum svosem einhvað eins og nýjir kertaþræðir, ljósker og einhvað af smáhlutum smáhlutir.
Bílinn er á Ronal LS felgum.
Það sem amar að bílnum er að það er sprunga í framrúðu og ónýt bremsurör að aftan og lekur bremsuvökva. Get látið allt fylgja til að laga það!
Ásett verð er 320.þúsund. Endilega hafið samband í síma 699-3111 (pétur), ef ekki þá bara hér inná.
Myndir:



Takk fyrir.
