Ég er með til sölu fyrir vin óvenju flott eintak af e46 318ia bíl.
Bíllinn kom á götuna upp úr áramótum 2005 og er í dag ekinn rétt um 59.000kmHann var fluttur inn af umboði og var fyrstu tvö árin í eigu sama aðila fyrir sunnan, 2005 fer hann svo norður til núverandi eiganda sem hefur hugsað einstaklega vel um hann.
Smur og önnur þjónusta alltaf á réttum tíma og þjónustubókin pottþétt.
Nýlega var skipt um bremsuslöngur að framan, og einhvern mótor sem eigandinn lýsti sem einhverskonar servo fyrir spjaldloku.. Kanski lausagangs eitthvað?..

Allar nótur eru til þannig að það ætti að vera auðvelt að finna út úr því.
Rafgeymir er líka nýr.
Bíllinn er silfurgrár og er lakkið sérstaklega vel farið á honum, sömu sögu er að seigja um innréttinguna sem er svört, bæði sæti, toppur og listar í mælaborði (kemur mjög vel út).
Búnaður er svona þessi klassíski E46.
Hálf leðruð sæti.
Aksturstölva
Sjálfvirk miðstöð með loftkælingu
CD
iPod tengi í hanskahólfi
Rafdrifnar rúður og speiglar
Leðrað aðgerðastýri
Cruise control
Þokuljós
Gler topplúga
Fjarstýrðar samlæsingar
ofl.
Bíllinn er á nýjum sumardekkjum.
E46 hafa alltaf verið mjög góðir bílar sem þæginlegt er að reka og er ég viss um að þessi er einn af þeim bestu sem bjóðast hér á landi.
Ásett verð er 1.950.000 kr.
Áhvílandi lán sirka 550.000, afborgun 11.000 kr.Skipti á ódýrari bílum eru skoðuð.









Hægt er að hafa samband við mig með spurningar í gegnum síma 617-1751 (Einar).
Eða eigandann sjálfann Jón í síma 660-1984Bíllinn er staðsettur í Reykjavík í dag.