bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 21:56

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW 325ix touring E30
PostPosted: Mon 03. Sep 2012 16:44 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sat 09. Sep 2006 10:33
Posts: 445
Location: selfoss
Hættur við sölu í óákveðinn tíma. þakka öllum sem hafa sýnt áhuga fram að þessu!!!!!


Jæja það styttist í vetur konung og hvað er betra fyrir harðkjarna BMW hnetur
en að rúlla um á þessum ljúfling...?

Ég er búinn að eiga bílinn í 1 og hálft ár og hefur hann þjónað mér alveg gríðar vel.

E30 325ix touring
1988
keyrður um 215.000
vél M20B25
Beinskiptur
viscous læsing í millikassa og afturdrifi
Ljósbrúnt leður
topplúga
rafmagn í rúðum og lúgu
Strut bar að framan
fjarstýrðar samlæsingar
check tölva
litla obc
Geislaspilari
Ljóskastarar
sportstólar

viewtopic.php?f=5&t=50432&hilit=e30+fever

Image

Image

fór með bílinn í skoðun í dag og þar var sett útá ballans stangar enda, brotinn gorm og
hjörulið í stýrisstöng.
kem til með að laga þetta og selja bílinn með fullri skoðun!

lakkið hefur séð betri daga eins og gefur að skilja
topplúgan virkar upp og niður en illa inn í toppinn
það er saumspretta á bílstjórasæti sem ætti að vera hægt að laga, annars er leðrið flott
ný spyrnugúmmí að framan
rúðurnar óvirkar (stirðar) afturí sennilega af notkunarleysi (hef ekki gefið mér tíma í að kíkja á það)
lélegar pumpur í afturhlera en halda honum uppi ef ekki er mikið rok!

hér er tækifæri til að eignast einn duglegasta fólksbíl í snjó sem framleiddur hefur verið, hann
hreint og beint mokast áfram í ófærðum.

verður 25 ára á næsta ári og þar með hægt að skrá hann sem fornbíl! þá detta bifreiðagjöld
út og tryggingar snarlækka

bíllinn er staðsettur á Selfossi

verðmiðinn er 400.000 kr

Magnús 8660278

_________________
Image
BMW E30 323i Baur TC2 1983
BMW E30 325ix Touring 1988
Fiat bertone x1/9 1982
chevy van G10 1985
vw scirocco karmann 1988
vw bjalla 1971

Ég er ekki mín eigin mistök!


Last edited by maggib on Fri 12. Oct 2012 09:03, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 04. Sep 2012 21:52 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sat 09. Sep 2006 10:33
Posts: 445
Location: selfoss
smá bjartsýnis kast.... :mrgreen:

ef einhver skyldi eiga gamalt hjólhýsi sem þarfnast uppgerðar þá væri
ég jafnvel til í að taka svoleiðis uppí!

_________________
Image
BMW E30 323i Baur TC2 1983
BMW E30 325ix Touring 1988
Fiat bertone x1/9 1982
chevy van G10 1985
vw scirocco karmann 1988
vw bjalla 1971

Ég er ekki mín eigin mistök!


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 23. Sep 2012 09:41 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sat 09. Sep 2006 10:33
Posts: 445
Location: selfoss
verð að setja söluna á þessum í smá pásu því bíllinn hætti að hlaða í gær og er því óvirkur.

einnig á ég eftir að laga hann fyrir fulla skoðun...

_________________
Image
BMW E30 323i Baur TC2 1983
BMW E30 325ix Touring 1988
Fiat bertone x1/9 1982
chevy van G10 1985
vw scirocco karmann 1988
vw bjalla 1971

Ég er ekki mín eigin mistök!


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 03. Oct 2012 21:39 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 03. Oct 2012 21:08
Posts: 1
Mikið þykir mér gaman að sjá að þessi bíll skuli ennþá vera í umferð.
Ég átti þennan bíl á árunum 1998-1999 og þjónaði hann þá fjölskyldu minni ágætlega. Ég tek undir þetta með hæfileikann til að aka í snjó, ég man að það var frábært að spóla á öllum á þessari græju sem þetta var í mínum huga á þeim tíma. 170 hp þótti bara nokkuð gott þarna á hinni öldinni... núna eru litlir MB með 1794cc 4cyl hreyfli 164 hp. sem eru reyndar ekki sambærilegir hestar að mínu mati.
Stefán Þór Sveinbjörnsson bílasali og eigandi Litlu Bílasölunnar átti þennan bíl á undan mér og mig minnir reyndar að hann hafi flutt hann inn frá Þýskalandi á sínum tíma.
Ég varð fyrir því óláni að það brotnuðu framgormarnir í bílnum hjá mér og það gekk mjög illa að fá rétta gorma í hann. Þegar ég taldi mig svo hafa fengið þá (keypti þá hjá B&L "Bull og Lygi") og komst að því þegar ég var búinn að eyða talsverðri vinnu í að skipta um þá, að þetta voru ekki réttir gormar og bíllinn stóð upp á endann þegar þeir voru komnir í, svo mikið OF langir voru þeir.
Ég varð frekar pirraður og svekktur og seldi bílinn í því ástandi. Einhver hefur svo lagfært þetta með því að setja lengri gorma að aftan og jafna þannig bílinn í hæð, það sést vel á myndunum að bíllinn er mun hærri en þegar ég fékk hann, enda var hann þá með M-tech fjöðrun og var því original lækkaður frá verksmiðju.
Það kemur ekki fram í sölulýsingunni að það eru Recaro stólar í þessum bíl. Það þótti líka ansi flott.
Smá innlegg frá fyrri eiganda.
Þetta er eini BMW-inn sem ég hef átt en hef þó átt yfir 40 bíla þegar þetta er ritað.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 03. Oct 2012 23:16 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 11. May 2010 22:46
Posts: 829
Villt þú nokkuð skipti á corollu :angel: ?

_________________
325is seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group