Heiðar skrifar:
Quote:
Ætla að byrja á því að láta vita að bíllinn er Ekki seldur.
Þannig er mál með vexti að allir sem hafa haft samband við mig eru frá höfuðborgarsvæðinu sem er alveg skiljanlegt og þar sem að bíllinn er staðsettur á Ísafirði á ég mjög erfitt með að sýna hann. Auk þess er hann í geymslu ásamt þremur öðrum bílum og að sjálfsögðu innst og losnar ekki fyrr en í byrjun maí. Er búinn að reyna koma honum framhjá hinum bílunum en án árangurs.
Ég verð því að fresta sölunni þangað til. Það sem ég ætla að gera er að fara með bíllinn á Akranes til frænda ( Jens á gráa 318is ) þegar bíllinn er laus og hafa hann þar til sýnis svo að allir sem hafi áhuga geti litið á gripinn.
Ég vil byðja alla þá sem að höfðu samband við mig afsökunar á því að sölunni verður frestað en bíllinn verður ekki seldur fyrr en hann er kominn suður svo allir hafi sömu tækifæri á að skoða hann.
Heiðar Ingi Marinósson
Menn verða að gangast undir ákveðinn próf áður en mann fá að skoða og koma með bankayfirlit takk.
_________________

E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter