Til sölu þessi fíni Winter Beater!
Bíllinn er ekinn 17X.XXX þúsund.
Lazurblau metallic með ljósgráu plussi að innan.
Góðir punktar:
Samlæsingar sem virka!
Sætishitari
Krókur
Rafmagn í rúðum
Miðstöðin lekur EKKI, skipt var um elementið inni í henni
Geislaspilari.
Ekki ryðgaður í döðlur
ABS, já .. ekki algengt á 518i
Nýjir bremsudiskar að framan.
Órifin innrétting, mjög falleg!
Slæmir punktar:
Lakkið er ekkert agalega fallegt. Bíllinn er fjarskafallegur en er sko ekki að fara á sýninguna á Bíladögum á næsta ári! Ég tók smá session á honum til að fríska upp á hann. Það helsta er beyglað bretti að framan h/m og stuðarinn að framan beygður aðeins upp. Hann lenti í smá stuði þarna í sumar hjá einni...
Handbremsan virkar eiginlega ekkert. það þarf sennilega að skipta um diska og borða að aftan svo hún virki.
Ekki búið að fara með hann í skoðun
Tikkar svolítið í vél
Gírkassinn gæti verið frískari, snuðar ekkert, bara svona maður finnur að það albesta er farið úr honum
Gírskiptingin er sloppy
Grunar að drifskaftsupphengjan sé orðin slöpp
Ég nenni ekki að vera að telja þetta allt upp og afsaka í hvert skipti sem einhver kemur að skoða. Ef þessir slæmu punktar eru of slæmir fyrir ykkur sem lesið þetta, verið þá ekkert að kíkja á þetta meira. Ég er bara að reyna að lýsa bílnum eins og hann er. Þetta er fínn beater, góður gangur og fyrir e-n sem vantar bíl með krók er þetta fínn kostur. Ég myndi skipta um afturdiska áður en ég færi með hann í skoðun. Hef varla tíma í meira svo ég ætla að reyna að losna við hann svona.
Verðið er 120 þúsund.
Það er með vetrardekkjum á álfelgum (sem líta út eins og stálfelgur) og koppum. Hægt að semja um að fá hann á álfelgum og vetrardekkjum fyrir 10 þúsund í viðbót. Bíllinn kemur með ábyrgð á vél/gírkassa og drifi. Ef það fer innan árs, þá færðu annað notað í staðinn

Ég skaffa efnið (ég á annan bíl í varahluti) þú vinnuna!
Sæmi
699-2268/smu@islandia.is