Sælt veri fólkið.
Ég keypti mér þennan glæsivagn nýverið til að ferja dömuna og ungviðið en þar sem ég er að fara að flytja erlendis þarf hann að fara.
Skilst að bíllinn hafi verið fluttur inn fyrir nokkrum árum af "gildum" meðlimi hér á spjallinu.
Bíllinn:
BMW 525i
Árgerð 1991
M50B25 (192hö)
Ek: 224.000km
Beinskiptur
Helsti búnaður:
Shadowline
Hiti í sætum
Mjóbaksstuðningur
Skíðapoki
CD
(Gæti verið eitthvað fleira)
Bíllinn er skoðaður '08 og er í nokkuð góðu standi. Hann þarfnast þó smá viðhalds á nokkrum þáttum og fæst því á þessu líka góða verði (sjá neðar).
Helstu þættir sem þarf að kíkja á eru:
Vantar mottur
Sprunga í framrúðu
Kemur "bremsuljós" í tölvu vegna þess að notaðir voru skynjaralausir klossar þegar fyrri eigandi skipti nýleg. (Bremsur í góðu lagi)
Kominn tími á smurningu
Læti úr miðstöð (en hún virkar á öllum stillingum). Líklega ekki mótor. Hugsanlega spaðar sem rekast í skv. E34 forumi sem ég las mig til á.
Búið að skera úr miðjustokk fyrir e-h tæki. (undir útvarpinu, hægt að horfa fram hjá því ef vill)
Vantar einn kastara
Yfirborðsryð skellur á 3 stöðum sem þyrfti að fjarlægja.
Er á 390mm TRX felgum (rúmlega 15") og ágætum dekkjum. Mætti skipta þeim út. Samt búinn að kanna með dekk og þau eiga að fást.
Ath. ekki láta þetta fæla ykkur frá. Ég er að telja upp allt sem mér dettur í hug
Vegna þessa og þar sem ég er að flytja úr landi fæst bíllinn á góðu verði:
295.000 stgr
Lækkað verð fæst á 265.000 stgr!
Ekki besta myndin en hún hjálpar eflaust:
Upplýsingar í síma 820-2467 eða PM