Jæja, bíllinn minn er til sölu ef að rétt verð fæst fyrir hann.
Liggur ekkert á að selja hann og ástæða fyrir sölu er sú að ég er að spá í að fá mér BMW diesel þar sem ég keyri það mikið á ári.
Myndir af bílnum eru hér
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=10852
Um er að ræða BMW e39 540iA Shadowline Biarritzblau-metallic, fyrst skráður í Þýzkalandi 20/01 1997.
Bíllinn kom hingað til lands 04/07 2005. Tveir eigendur voru að honum úti áður en ég fékk hann og hefur bíllinn alltaf fengið toppviðhald.
Bíllinn er á 17" Styling 33 felgum. Hann er með buffalo-leðri og sportsætum.
M-sportstýri, Xenon, A/C, tvöfalt gler í hliðarrúðum, regnskynjara, gardínur í afturhurðum og afturrúðu, Dension Icelink fyrir iPod. (ég er ábyggilega að gleyma einhverju)
Hjartað í bílnum er að sjálfsögðu 4,4 ltr V8 sem er alveg ótrúlega þíð, en getur jafnframt breyst á örskotsstundu í óargadýr þegar bílnum er gefið.
Bíllinn er í dag ekinn 148.xxx km og er allur mjög þéttur og góður.
Hann er á sumardekkjum sem eiga um 60% eftir og ef ég er sáttur við það sem ég fæ fyrir bílinn þá læt ég 17" Bridgestone Blizzak WS-50 loftbóludekk fylgja, en þau hafa verið keyrð einn vetur og eru mjög lítið slitin.
Ásett verð er
1550. þúsund stgr og er ekkert áhvílandi á bílnum.
Ég er ekkert sérlega hrifinn af því að fá bíl uppí en skoða skynsamlega hluti og ég vil alls ekki setja þennan uppí einhvern annan.
Áhugasamir hafi samband í síma 823-9732