Jæja, þar sem ég þarf að losna við bílinn fljótlega er ég tilbúinn að láta
réttu manneskjuna fá bílinn á yfirtöku

þá verður hann afhendur í því ástandi sem hann er í.. sem er súper! fyrir utan eftirtalin atriði:
-farþegarsætið hallar til hægri, gæti vantað dempara eða ekkvað, svo er alltaf hægt að fá annað sæti á partasölu og færa leðrið bara yfir.
-rúðupissið virkar ekki, er að vinna í því as we speak
-Vetrardekkin eru í Keflavík
-Sætishitarinn farþegamegin virkar ekki
-Mér tókst að brjóta stefnuljósastöngina en það er ekkert mál að fá aðra, samt er hægt að setja stefnuljósin á og allt, en háu ljósin eru reyndar alltaf á reddaði því með því að taka háuljósaperurnar úr sambandi bara en ég er að redda annari stöng, lítið mál að skipta um þetta...
-Það er lítið gat efst á blæjunni, en er búinn að hringja í tjaldvagna og seglaviðgerðarfyrirtæki og það er ekkert mál að redda því.. geng í það strax og hægt er..
-eins er smá rifa á afturglugganum, ekkert sem böggar mig í sjálfu sér.. lekur ekki í gegnum þetta, eða hefur ekki gerst hjá mér..
En allt þetta gleymist um leið og blæjan er tekin niður og byrjað er að keyra
