Til sölu BMW 520i
Kom á götuna 04/89
Malachitgrun Metallic, ljósbrúnn að innan. Skoðaður ’06. Innfluttur nýr af umboði.
VIN: BB66208
Ekinn 248þkm
Bíllinn var upphaflega sjálfskiptur en skiptinginn bilaði og því var sett í bílinn beinskipting úr 320i e30 sem var ekinn 180þkm með þjónustubók. Mjög góður gírkassi (nákvæmlega sama partanúmer og á kassa úr 520i). Í 243þkm var heddið tekið upp og sett í bílinn hedd úr öðrum minna eknum bíl, planað og þrýstiprófað hjá Kistufelli, svo allt sett saman og ný tímareim og strekkjari. Þessi m20 vél malar eins og kettlingur og skilar sínu vel. Bremsudiskarnir að aftan eru sem nýir og klossarnir voru endurnýjaðir í 246þkm. Bíllinn er nýsmurður, einnig nýlega búið að skipta um bremsuvökva, olíu á gírkassa, drifi og kælivökva. Kertin eru einnig ný, skipt var um viftureim og reimina fyrir vökvastýrið. Pústið er mjög gott, tók það úr öðrum bíl, semsagt endurnýjað. Bíllinn er því mjög mikið endurnýjaður og finnst það mjög vel, bíllinn er þéttur og skemmtilegur í akstri. Ekki spyrnugræja en ákaflega ljúfur bæði innan- og utanbæjar.
Bíllinn kom með eftirfarandi búnaði frá verksmiðju:
Læst drif
Hiti á rúðupissspíssa
Ekkert 520i merki
Topplúga
Rafmagn í rúðum að framan
Velour mottur
Skíðapoki
Armpúðar frammí
Höfuðpúðar að aftan
Kastarar (þokuljós að framan)
Dagljósabúnaður
Læsta drifið er rosalega þægilegt, hér er um að ræða rosalega góðan vetrarbíl sem drífur alveg ótrúlega jafnvel á sumardekkjum, hægt að stjórna bílnum algjörlega í snjónum!! Það var e-r sem keypti læst drif í e34 á 45þús fyrir skömmu síðan! Læsingarnar í drifinu er mjög góðar því bíllinn var sjálfskiptur og aldrei verið að nota þessar læsingar nema bara í snjó/hálku. Lítið hægt að spóla í hringi á 520i, hef a.m.k. ekki reynt það. Á sumrin er það svo topplúgan! Afturljósin eru sprautuð rauð með þar til gerðu spray'i. Kemur mjög vel út og bíllinn er einstaklega fallegur að aftan, aldrei verra að vera með fallegan afturenda!! Með bílnum er ágætis þjónustusaga, reikningar í möppu, minnir að heildarupphæðin sé um 500þús, mjög misverðmætar núna en sýna þó fram á gott viðhald í gegnum árin. Í bílnum er Blaupunkt geislaspilari, mjög gott tæki, á einnig annan spilara og kassettutæki, bara samningsatr. Bíllinn er í heildina mjög vel með farinn, sjón er sögu ríkari!
Ásett verð 270þús
Ekkert áhvílandi, bara bein sala.
Upplýsingar í S: 895 7866
