bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 523I M Optic
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=999
Page 1 of 1

Author:  Eirikur [ Mon 10. Mar 2003 23:21 ]
Post subject:  BMW 523I M Optic

Sælir drengir.
Ég hef séð einn bíl sem ég gæti hugsað mér að kaupa.
BMW 523I M Optic.
Hvað þýðir þetta "M Optic"
Það er sett á bílinn 1.670 þús. - tilboð 1.530 þús.
Ég fletti upp BGS.IS og þar er verðið 1.153 þús til 1.323 þús (fer eftir því hvenær hann kemur á götuna). Er þetta ekki of hátt verð á bílnum ?
Og eitt enn !
Bíllinn er ekinn 200 þús km. Það er það eina sem ég er hræddur við.
Hvernig er það með svona bíla er þetta ekki mikill akstur, ég myndi vilja heyra staðreyndir, ekki "ég á BMW og þeir eru mestir, bestir og endast best, bla bla bla" - STAÐREYNDIR, varðandi viðhald osfrv. :wink:

Hér er slóðin.

http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=C ... _ID=420616

Author:  Bjarki [ Tue 11. Mar 2003 00:02 ]
Post subject: 

Mikill akstur - ekkert mál að redda því ég er alltaf að skoða ebay.de og það er oft verið að auglýsa snúru sem þú tengir við tölvuna þína og svo forrit og þú ræður því hvað bíllinn þinn er ekinn mikið bara slá það inn og ýta á enter :shock: hægt að fá þetta á sofort kaufen fyrir um 8þ ISK
Annars að öllu gamni slepptu þá fer þetta allt eftir viðhaldinu og akstrinum sá þennan bíl í gær og hann lítur ekkert illa út svona við fyrstu sýn. Ágætlega vel búinn fullt af smádrasli í honum. Spurning um endursölu mikið eknir bílar eru alltaf erfiðari í sölu.

Author:  bebecar [ Tue 11. Mar 2003 09:43 ]
Post subject: 

Það er ástæðulaust að vera hræddur við mikið ekinn bíl ef hann hefur fengið gott viðhald. Hinsvegar er eðlilegt að fá þá á verulega góðu verði í staðinn.

Ég myndi telja 1530 nokkuð hátt og auk þess er þessi bíll erfiðari í sölu vegna þess að hann er beinskiptur og mikið ekinn eins og áður sagði. En svona myndi ég vilja hafa minn E39 :wink:

Author:  hlynurst [ Tue 11. Mar 2003 09:54 ]
Post subject: 

Um að gera að vera dónalegur og bjóða bara eitthvað lágt í hann. Bara um að gera áður en farið er í kauphugleiðingar að senda í söluskoðun. En ef hann er góður í akstri og ekkert sem þú finnur að honum þá ætti þessir 200þ km ekki að vera fyrirstaða. Nema auðvitað þegar kemur að því að selja hann aftur eins og gárungarnir hér bentu á.

Author:  Jói [ Tue 11. Mar 2003 10:15 ]
Post subject: 

Þessi ákveðni bíll er beinskiptur og hann er sæmilega vel búinn (þó ekki leður, ekki tölvustýrð miðstöð, enginn sjálfskipting, en er þó með M fjöðrun, CD Magasín, topplúgu og stillingu í stýr). Þessi bíll er frábær, og miðað við 200000 km er hann ótrúlegur og hann virðist sem nýr. Hann er gríðarlega vel með farinn að innan sem utan. Mig langaði svo til að kaupa hann þegar ég prófaði hann um daginn að það var alveg hræðilegt. :cry:

M optic þýðir bara að hann er með M5 fjöðrunarpakka.

Verðið er hinsvegar alltof hátt, en það var sett á hann 1470 þ á 2 stöðum ( Hér og hér ) fyrir nokkrum mánuðum. Farðu til þeirra eftir nokkrar vikur (eða bara strax), en ekki þar sem bíllinn er núna og láttu þá hafa samband við eigandann. Bjóddu honum síðan eitthvað talsvert undir 1470 þ. Ef hann var auglýstur á 1470 þ fyrir nokkrum mánuðum síðan þá ferðu ekkert að borga meira en það núna, það væri heimskulegt. Eftirspurnin eftir þessum bílum virðist greinilega mjög lítil og þar af leiðandi ætti beinskiptur ekinn yfir 200 þ að seljast á vænum staðgreiðsluafslætti. Ég mundi aldrei borga 1470 þ fyrir þennan bíl og hvað 1670 þ! :shock: 1200-1300 þ stgr. er hámark finnst mér. Því lengur sem þessi bíll situr á bílasölum, því óþolinmóðari verður eigandinn. Bíddu bara eins lengi og þú getur. Ekkert spjall við bílasölubjána eða eigandann. Bjóddu bara staðgreitt eitthvað smávegis, hann lítur að láta undan.

Svona BMW gleypir aksturinn án vandamála ef, og þetta ef er aðalatriðið, bíllinn hefur fengið rétt viðhald. Sem langtímaeign er þessi bíll örugglega mjög góður en beinskiptur stór BMW sem er ekinn yfir 200þ er þungur í endursölu. Ég hef séð á mobile.de nokkra e39 ekna vel yfir 300000 km og einn yfir 400000 km. En bíllinn verður að hafa góðan ferilskrá, þjónustu- og smurbók (held hann sé með bæði) og hann verður að standast söluskoðun (farðu með hann í sölu/ástandsskoðun). Ástæðulaust að vera hræddur við BMW sem er ekinn mikið, svo framarlega sem hann er í góðu ástandi.

Þú veist væntanlega af þessum ljósgráa sjálfskipta 520 '96 sem er til sölu þarna einhvers staðar í höfðanum, það er sett á hann 1600-1700 þ. Síðan er þessi sjálfskipti grái 523 '99-'00 til sölu hjá Brimborg, á tilboði 2 millur.

Hann fær 5 stjörnur af 5 mögulegum hjá parkers.co.uk fyrir áreiðanleika, 3 af 5 stjörnum vegna mikils þjónustukostnaðar. Svona bíll eyðir mjög litlu miðað við stærð, kraft og þess háttar og svona beinskiptur gæti farið undir 10 l/100 km í sæmilegum sparakstri. Þar að auki er beinskiptur talsvert sneggri, heldur en sjálfskiptur.

Í risakönnun sem gerð var í Bretlandi kom e39 mjög vel út, en þess ber þó að geta að það var meira miðað við seinni árgerðir af e39, frá 98-99. Það voru meiri bilanir tilkynntar, eins og vanalega er, í e39 sem komu fyrst, '96-'97. Eins og vanalega er með BMW, þá kostar að reka svona bíla.

Whatcar.co.uk gerði könnun um bilanatíðni bíla í fyrra og þar kom BMW ekkert sérstaklega vel út, þó betur en Audi og Alfa Romeo, en mun verr en Benz og meira að segja Fiat, Volvo og Volkswagen komu betur út. Þeir sögðu einnig að fimman ætti mesta sök að þessari útkomu BMW.

Ég segi það sama og Bebecar, svona mundi ég vilja hafa minn e39. Hann er algjörlega fullkominn.

Skoðaðu þessar síður til að fræðast um kynni eigenda af þessum bílum:

http://www.parkers.co.uk/owning/user_review/choose_deriv.asp?model_id=342

http://www.carsurvey.org/model_BMW_5+Series.html

Author:  bebecar [ Tue 11. Mar 2003 10:26 ]
Post subject: 

Já, einmitt, vandað svar svo ekki sé meira sagt!

1200-1300.... engin spurning...

Author:  Djofullinn [ Tue 11. Mar 2003 10:52 ]
Post subject: 

Vá ég held að ég hafi eldrei séð svona góð skrif hérna þegar spurt er um bíl :)

Author:  Jói [ Tue 11. Mar 2003 11:01 ]
Post subject: 

Þetta er ekki venjulegur bíll. :wink: :roll:

Author:  hlynurst [ Tue 11. Mar 2003 12:18 ]
Post subject: 

Hehe... góður. :)

Author:  Jóhannes Páll [ Thu 13. Mar 2003 00:42 ]
Post subject: 

Sæll Eiríkur,

Það væri nærri lagi að skoða þennann

http://www.bmwkraftur.com/spjall/viewtopic.php?t=996

Kveðja joipalli[/url]

Author:  Benzari [ Sun 16. Mar 2003 05:11 ]
Post subject: 

Eiríkur!

Það var spjallað um þennan bíl hérna fyrir ca. mánuði síðan.
Finnur þetta undir ÁHUGAVERÐIR BIMMAR -> BMW e39

Author:  irikur [ Sun 16. Mar 2003 11:45 ]
Post subject:  BMW 523

Nei, ég vil bara beinskiptan

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/