bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sala BMW bíla
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=998
Page 1 of 1

Author:  Eirikur [ Mon 10. Mar 2003 21:18 ]
Post subject:  Sala BMW bíla

Hvernig stendur á því að annarhver maður hér er að selja bílinn sinn ?

Ég er nefnilega að leita mér að BMW, en ég er bara svo hissa á því hvað margir eru að selja bílana sína.

Og eitt enn, ég fór uppí B&L í dag og fékk að reynsluaka nýjum 318 sj.sk. 2.0L, þar sem ég er að spá í nýjan.
Mér fannst bíllinn ekkert virka og svo var hann svo þungur í stýri.
Eru allir BMW bílar svona þungir í stýri.

Author:  GHR [ Mon 10. Mar 2003 21:33 ]
Post subject: 

Peningaleysi, býst ég við!!!!

Annars veit ég ekki, kannski bara prufa aðra bíla t.d. dauðlangar mig í stóran Benz eða bara medium Benz meðan hann hefur aflið :wink:

Author:  bebecar [ Mon 10. Mar 2003 21:40 ]
Post subject: 

Í mínu tilfelli er það peningaleysi (var að kaupa íbúð) en ég er líka að leggja talsvert á mig til að fá BMW í staðinn og flestir ef ekki allir hér sem eru að selja eru að leita að öðrum BMW.

PS. BMW eru ekki þungir í stýri - aðrir bílar eru bara of léttir :cry:

Og svo er það annað með þennan 318 nýja - hann virkar ágætlega en við hvað ertu að miða? Afhverju færðu þér ekki bara tveggja ára gamlan 320 eða 323?

Author:  GHR [ Mon 10. Mar 2003 21:44 ]
Post subject: 

Nei, það eru alls ekki allir BMW þungir í stýri, mitt stýri er mjög létt. En ef þú ert að miða við gamla ameríska bíla þá eru sko þung stýri í BMW-um, allt of létt í þessum amerísku.

Þetta var nú bara 318, enginn spyrnukerra :wink:

Author:  Propane [ Tue 11. Mar 2003 00:39 ]
Post subject: 

Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það væri ef bíll sem að er hannaður fyrir hraðbrautaakstur á 255km/klst væri með algjört smjör-stýri

Author:  bjahja [ Tue 11. Mar 2003 11:10 ]
Post subject: 

Já það er svolítið magnað að allir hérna eru að selja bílana sína.
Mér finnst bílinn minn alls ekki þungur í stýri þótt hann sé ekki jafn léttur og toyota.
En nýr 318 kostar 3.340.000 beinskiptur, veistu hvað þú gæti fengið geðveikan notaðan bmw fyrir þennan pening, eða brot af honum og síðan átt restina eða tjúnað :twisted:

Author:  GHR [ Tue 11. Mar 2003 11:13 ]
Post subject: 

Ó, jáá t.d. M5 eða Alpina B10 eða eitthvað svoleiðis 8)

Author:  Haffi [ Tue 11. Mar 2003 13:25 ]
Post subject: 

Það eru oft einhverjir vitleysingar að bjóða í minn, ég nenni bara ekki að leita mér að öðrum bíl. Maður finnur aldrei það sem manni langar í og svo þegar maður finnur það þá er hann kominn upp fyrir 2.5milljón króna mörkin. :cry:

Author:  siggiii [ Tue 11. Mar 2003 22:54 ]
Post subject: 

En nýr 318 kostar 3.340.000 beinskiptur, veistu hvað þú gæti fengið geðveikan notaðan bmw fyrir þennan pening, eða brot af honum og síðan átt restina eða tjúnað :twisted:[/quote]
Góður punktur....

Author:  hlynurst [ Tue 11. Mar 2003 23:09 ]
Post subject: 

Þú gætir til dæmis keypt þér svona...

http://www.mobile.de/cgi-bin/search.pl?CountOff=53&DataNr=49&DisplayDetail=11111111115612066&DoSearch=1&FormCategory=0&FormColor=%2e%2e%2ebeliebig&FormDate=0&FormDurchmesser=0&FormEZ=%2d&FormKilometer=%2d100000&FormLand=%2e&FormMake=5&FormModel=M3&FormPLZ=&FormPower=147%2d&FormPrice=150000000%2d199999999&FormSort=0&Page=0&SearchCat=bereich%3dpkw%26sprache%3d1&bereich=pkw&sprache=1&x=39&y=9

Namm!! :wink:

Author:  Gunni [ Tue 11. Mar 2003 23:35 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:


þetta er GEÐVEIKUR BÍLL !!!!!!! kominn inn fyrir 3.100.000 kr.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/