bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Herra Desember á gjörgæslu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9922
Page 1 of 2

Author:  srr [ Sun 03. Apr 2005 10:43 ]
Post subject:  Herra Desember á gjörgæslu

Sælir,

Ég sá þá óskemmtilegu sjón í gær að bíll mánaðarins í desember, E38 740i '95, hefði náð mjög nánum tengslum við staur í Árbænum í gær.
Framendinn talsvert skemmdur :cry:

Getur einhver varpað ljósi á atburði eða hvernig fer með bílinn?

Ps. ef einhverjum er illa við þennan þráð þá má eyða honum, ég er bara forvitinn.

Author:  fart [ Sun 03. Apr 2005 10:52 ]
Post subject: 

Eitt veit ég, bílstjóri minn sýndi snilldarakstur í gær á 19" sumardekkjunum í þessu rugl veðri sem skall á.

Þannig að ég get ímyndað mér að margir hafi crashað í gær.

Author:  oskard [ Sun 03. Apr 2005 17:18 ]
Post subject: 

minn stóð sig líka eins og hetja á ónýtu sumardekkjunum mínum bæði í gærkvöldi og snemma í morgun :lol: :lol:

Author:  gunnar [ Sun 03. Apr 2005 17:35 ]
Post subject: 

Þú ert nú reyndar með 4x4 8)

Skemmti mér nú bara helvíti vel í gær alla vega, er á vetrardekkjum og ég held að hver einasta beygja hafi verið tekin sideways :oops:

Author:  oskard [ Sun 03. Apr 2005 17:39 ]
Post subject: 

Hver er með 4x4 ?

Author:  Geir-H [ Sun 03. Apr 2005 18:40 ]
Post subject: 

fart wrote:
Eitt veit ég, bílstjóri minn sýndi snilldarakstur í gær á 19" sumardekkjunum í þessu rugl veðri sem skall á.

Þannig að ég get ímyndað mér að margir hafi crashað í gær.


Gat nú ekki séð betur en þú hafir verið að spóla upp á stöð á 19" í gær....

Author:  Litli_Jón [ Sun 03. Apr 2005 18:56 ]
Post subject: 

já það munaði littlu að ég kæmi aftur suður úr páskafríinu á SLÉTTUM sumardekkjum.......

En eldri rödd ráðlagði mér að fara á Naglardekkjunum (thank god)

Author:  fart [ Sun 03. Apr 2005 18:57 ]
Post subject: 

Geir-H wrote:
fart wrote:
Eitt veit ég, bílstjóri minn sýndi snilldarakstur í gær á 19" sumardekkjunum í þessu rugl veðri sem skall á.

Þannig að ég get ímyndað mér að margir hafi crashað í gær.


Gat nú ekki séð betur en þú hafir verið að spóla upp á stöð á 19" í gær....


It wasn't me.. but my car.

Author:  Jss [ Sun 03. Apr 2005 19:22 ]
Post subject: 

fart wrote:
Geir-H wrote:
fart wrote:
Eitt veit ég, bílstjóri minn sýndi snilldarakstur í gær á 19" sumardekkjunum í þessu rugl veðri sem skall á.

Þannig að ég get ímyndað mér að margir hafi crashað í gær.


Gat nú ekki séð betur en þú hafir verið að spóla upp á stöð á 19" í gær....


It wasn't me.. but my car.


Það var nú ekki spólað neitt að ráði, rassgatinu aðeins leyft að fara til hliðar í snjónum. ;)

En þetta voru frekar scary aðstæður um nóttina. :?

PS. En ég þakka hrósið. ;)

Author:  gunnar [ Sun 03. Apr 2005 20:17 ]
Post subject: 

oskard wrote:
Hver er með 4x4 ?


Var bíllinn þinn ekki IX ? eða er ég alveg að tapa mér :?

Author:  gstuning [ Sun 03. Apr 2005 21:33 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
oskard wrote:
Hver er með 4x4 ?


Var bíllinn þinn ekki IX ? eða er ég alveg að tapa mér :?


Óskar á ekki neinn IX lengur, heldur 320i Touring

Author:  Bjarki [ Sun 03. Apr 2005 21:40 ]
Post subject: 

Ég fór í borgarfjörð á sæmilegum sumardekkjum og þetta var rosalegt, bíllinn bara dansaði á veginum. Ég bara reyndi að láta ekkert bera á þessu og lét sem ekkert væri til að halda farþegunum fjórum rólegum en þeir sötruðu bara bjór :?
En þetta reddaðist allt, bara fara varlega og svo er líka gott að vera með læst drif! Þegar maður þarf að komast aftur á veginn eftir pissustopp...

Author:  Haffi [ Sun 03. Apr 2005 23:37 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
oskard wrote:
Hver er með 4x4 ?


Var bíllinn þinn ekki IX ? eða er ég alveg að tapa mér :?


þú ert náttúrulega bara í ruglinu :drunk:

Author:  oskard [ Sun 03. Apr 2005 23:38 ]
Post subject: 

hehe jam ég á 320i touring sem er afturhjóladrifinn ;) en með læsingu

Author:  Svezel [ Sun 03. Apr 2005 23:44 ]
Post subject: 

oskard wrote:
hehe jam ég á 320i touring sem er afturhjóladrifinn ;) en með læsingu


samlæsingu þá? *brúmm tiss*

takk takk ég sem mitt efni sjálfur og verð hérna aftur á morgun 8)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/