bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 13:15

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 15 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 06. Mar 2003 22:22 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Þegar maður er að leita sér að notuðum bíl þá fylgist maður mikið með bílasölum og verðlagningu þar. Þetta hef ég gert núna í ansi langan tíma, en núna er ég byrjaður að skynja, að mér finnst, óeðlilegt ástand á bílamarkaðinum, sérstaklega þar sem Bimmar eiga í hlut.

Málið er að núna upp úr þurru hefur verð margra Bimma hækkað skyndilega. Það eru enginn rök fyrir því núna eftir áramót að verðin hækki svona allt í einu. Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé um einhvers konar fyrirframákveðna stefnu hjá bílasölum að hækka verðin á bílunum. Núna eru mjög margir bílar á sölum og þar að auki er samkeppnin alltaf að aukast þannig að enginn rök eru fyrir þessari hækkun á notuðum bílum. E39 523 '00 ( eða '99 ?)sem er í Brimborg er nánast kominn niður fyrir 2000 þ. Þessi sami bíll væri örugglega verðlagður á 3000 þ hjá þessum non-bílaumboða bílasölum.

Ég nefni hér nokkur dæmi, öll um BMW: Þessi gullfallegi hvíti e36var verðlagður á 990 þ fyrir nokkrum mánuðum síðan en núna er sú auglýsing horfinn og önnur nákvæmlega eins kominn þar sem verðið er skyndilega komið í 1090 þ.
Svarti E39 523 '96, núna á sölu á Bíldshöfða, var til sölu fyrir nokkrum mánuðum síðan á 1470 þ, en er núna kominn upp í 1670 þ, en er reyndar á "tilboði" 1570 þ. Það er líka ótrúlegt að sjá skyndilegar hækkanir á öllum þessum e38 flekum. Sumir þeirra sem voru komnir niður í 1300 þ, eru núna komnir vel yfir 1500 þ, til dæmis þessi hvíti og þessi grái sem báðir hafa verið til sölu lengi.

Og hvað er búið að gerast síðan þessar hækkanir voru? Jú, aldur þessara bíla hefur eiginlega aukist um 1 ár og aksturinn hefur aukist um nokkur þúsund km á mælinn.

Eða hvað, eru þessar hækkanir svona rétt fyrir vorið kannski eðlilegar. Ég bara hreinlega veit það ekki, en ég er viss um að þið eldri og reyndari menn (les: bebecar og Alpina :) ) viti það betur en ég. :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 06. Mar 2003 23:42 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Er þetta ekki bara spurning um framboð og eftirspurn.

Er ekki bara eftirspurnin meiri í dag :idea:

Ekki það að ég viti þetta neitt,
Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 06. Mar 2003 23:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Þetta er náttúrlega bara frjáls markaður þar sem framboð og eftirspurn ráða ferðinni. Núna er að koma vor og það er þekkt að BMW'ar seljast betur á vorin/sumrin heldur en á veturnar og því eru einhverjir sem reyna að hækka verðið á bílnum sínum í von um að fá meira fyrir þá.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2003 00:05 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Auðvitað ræðst verð á bílum af framboði og eftirspurn. En málið er bara að ef eftirspurnin væri að aukast þá væru ekki svona margir Bimmar til sölu því þá mundu þeir seljast strax en staðreyndin er sú að Bimmarnir eru heillengi til sölu. Niðurstaðan, framboð af Bimmum er sífellt að aukast og eftirspurnin eftir þeim er ekki nægilega mikil þannig að verðið ætti að lækka.

Hinsvegar þá held ég að það sé rétt hjá Bjarka, bílasölurnar eru bara að gera ráð fyrir aukinni eftirspurn núna rétt fyrir vorið, væntanlega af fenginni reynslu. En það er auðvitað hagur bílasalanna ef þeir hækkuðu allir meðalverð á notuðum bílum um 10-20 %.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2003 00:22 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Allavega kvarta ég ekki ef endursöluverðið á bílnum mínum hækka. :twisted:

En síðan er bara spurning hvort hann seljist.... :?:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2003 10:01 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég held að það sé nú bara einmitt málið, menn gera sér vonir um góða sumarsölu þegar þessir bílar fara að hreyfast.

En þetta ætti þá að hrekja goðsögnina um Toyota og góða endursölu :lol:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 07. Mar 2003 15:31 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
gesturinn wrote:
Þessi gullfallegi hvíti e36var verðlagður á 990 þ fyrir nokkrum mánuðum síðan en núna er sú auglýsing horfinn og önnur nákvæmlega eins kominn þar sem verðið er skyndilega komið í 1090 þ.


Og enn hækkar hann, kominn í 1190 þ. :-)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2003 15:57 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það ætti einvher að drífa sig að kaupa hann áður en hann hækkar meira!!! :lol:

Kannski spurning um að breyta um taktík? Vill einhver M5 á tvær millur?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2003 16:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Er það ekki málið, setja 2 millur á hann. Síðan þegar einhver spyrst fyrir um hann segiru "special price, only for you my friend" og lækkar hann niður í 1300. Þá heldur gaurinn að hann hafi verið að gera rosa díl og allir ánægðir :lol:

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2003 16:27 
Að mínu mati stoppa bimmar voða stutt á sölum ef það er í lagi með
þá. Það er allt annað að hafa bílinn á bílasölu en að hafa hann skráðann
útaf því að það er jú allt til sölu fyrir rétt verð ;)

Það er samt annað með svona powerfull bíla einsog m5 vegna þess
að það er ekkert voðalega stór markaður fyrir þessa bíla, og þeim
sam langar sem mest hafa ekki efni á því :(


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2003 17:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
oskard wrote:
Að mínu mati stoppa bimmar voða stutt á sölum ef það er í lagi með þá.

Það er mál mála, það er svo mikið af bílum þarna úti á sölunum sem er bara ekki í nógu góðu standi eða með skuggalegan feril.

Svo er Glitnir að rugla í verðunum á E32 700 bimmum þeir eiga þrjá og eru búnir að eiga suma lengi enda ekki rétt verðlagðir.
http://www.glitnir.is/default.asp?PageId=1520
Ég hélt að það borgaði sig ekki að vera með pening bundinn í bílum svona lengi. En maður hefur nokkrum sinnum heyrt vísað í verðin á þessum bílum þegar menn eru að tala um að kaupa eða selja svona bíla. Þetta er ekki stór markaður og þeir eru með 3 til sölu og high sky verði.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2003 17:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Já, verðlagningin út í hött hjá þeim, enda eins og þú segir eru þeir búnir að sitja með þá ansi lengi. Skil ekki í þeim að lækka þá ekki, þeir gætu slegið vel af og samt grætt.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2003 18:20 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Það er rétt sem þið eruð að segja. Þeir bílar sem eru í lélegu ástandi seljast ekki! Svo einfalt er það bara. Seldist þessi græni, sem Hlynur átti :roll: , ekki fljótlega? Hann var í góða ástandi þrátt fyrir mikinn akstur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Mar 2003 11:18 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Feb 2003 14:56
Posts: 600
Location: Í aftursæti lögreglubíls
Þegar dagurinn lengist eykst áhugi fyrir sportlegum bílum eins og BMW, þá eðlilega reyna menn að fá meira fyrir þá, góðir bílar seljast alltaf, það er betra að eyða 50-100.000 meira og fá bíl í lagi og sem mann langar að eiga, reynsla mín er sú að prúttararnir sem ætla að gera "stóra dílinn" missa alltaf af bestu bílunum.
Það er eðlilegt að verðið lækki yfir háveturinn eins og á móturhjólum og sportbílum, þá eykst eftirspurn sftir jeppum og 4x4 bílum.
En núna... er ekki spennandi að sjá stífbónaðan BMW á flottum felgum á kvöldrúntinum, ef maður á ekki, langar mann !

_________________
Tommi camaro fanclub member no. 03


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Mar 2003 19:37 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Sammála... :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 15 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 29 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group