Þegar maður er að leita sér að notuðum bíl þá fylgist maður mikið með bílasölum og verðlagningu þar. Þetta hef ég gert núna í ansi langan tíma, en núna er ég byrjaður að skynja, að mér finnst,
óeðlilegt ástand á bílamarkaðinum, sérstaklega þar sem Bimmar eiga í hlut.
Málið er að núna upp úr þurru hefur verð margra Bimma
hækkað skyndilega. Það eru enginn rök fyrir því núna eftir áramót að verðin hækki svona allt í einu. Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé um einhvers konar
fyrirframákveðna stefnu hjá bílasölum að hækka verðin á bílunum. Núna eru mjög margir bílar á sölum og þar að auki er samkeppnin alltaf að aukast þannig að enginn rök eru fyrir þessari hækkun á notuðum bílum. E39 523 '00 ( eða '99 ?)sem er í Brimborg er nánast kominn niður fyrir 2000 þ. Þessi sami bíll væri örugglega verðlagður á 3000 þ hjá þessum non-bílaumboða bílasölum.
Ég nefni hér nokkur dæmi, öll um BMW:
Þessi gullfallegi hvíti e36var verðlagður á 990 þ fyrir nokkrum mánuðum síðan en núna er sú auglýsing horfinn og önnur nákvæmlega eins kominn þar sem verðið er skyndilega komið í
1090 þ.
Svarti E39 523 '96, núna á sölu á Bíldshöfða, var til sölu fyrir nokkrum mánuðum síðan á 1470 þ, en er núna kominn upp í 1670 þ, en er reyndar á "tilboði" 1570 þ. Það er líka ótrúlegt að sjá skyndilegar hækkanir á öllum þessum e38 flekum. Sumir þeirra sem voru komnir niður í 1300 þ, eru núna komnir
vel yfir 1500 þ, til dæmis þessi hvíti og þessi grái sem báðir hafa verið til sölu lengi.
Og hvað er búið að gerast síðan þessar hækkanir voru? Jú, aldur þessara bíla hefur eiginlega
aukist um 1 ár og aksturinn hefur aukist um nokkur þúsund km á mælinn.
Eða hvað, eru þessar hækkanir svona rétt fyrir vorið kannski eðlilegar. Ég bara hreinlega veit það ekki, en ég er viss um að þið
eldri og reyndari menn (les: bebecar og Alpina

) viti það betur en ég.
