bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 28. Apr 2024 05:12

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
 Post subject: Löggufífl!
PostPosted: Mon 23. Sep 2002 00:39 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:36
Posts: 177
Ég var tekinn í kvöld á Bimmanum fyrir of hraðann akstur (97 km/klst) á Kringlumýrabrautinni :( , það er ekki frásögu færandi nema að löggufíflið spurði mig hvort þessir bílar væru ekki bilandi!!!! Ég sagði honum bara að fá sér kleinuhring! :evil:

Vitiði nokkuð hver sektin er?? :cry:

_________________
BMW 528i e28 - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Sep 2002 02:32 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
hehe góður! en það er ekki jafn gott að fá þessar bölvuðu sektir! við erum að tala um 20þús kall í sekt, 15þús ef þú borgar á afsláttartímanum. fjandi mikið, nú þarftu að drífa þig í vinnuna :x


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Sep 2002 10:40 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Voðalegur klaufi ertu!

Það er eins gott að þeir nái þér ekki oft í viðbót...

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Sep 2002 10:44 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Þú mátt nú ekki vera harður við lögguna, þeir eru bara að vinna vinnuna sína og vita yfirleitt ekki mikið um bíla.....

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Sep 2002 19:24 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
Ég lenti í því skemmtilega atviki að vera tekinn á 125km hraða á þjóðvegi eitt í sumar. Ég fékk sekt upp á 35000 (5000 fyrir að vera ekki með skírteini) en fékk fínan afslátt og borgaði ekki nema 27000 og missti bara 2 punkta algjört bargein :D
Löggan spurði afhverju ég væri að aka svona hratt og ég sagðist hafa vitað af hraðanum (viðurkenndi glæpinn) en bara fundist þetta allt svo notalegt. Löggan sagði þá þessi fleygu orð "ja það er svosem skiljanlegt á þessum bíl" ég mótmælti ekki. Taka það fram að þetta var BMW 8)
Löggurnar voru báðar kurteisar og alveg til fyrirmyndar (spurðu hvort þær mætu trufla mig í smástund).

Ég lét þetta bara verða mér að kenningu verða og fannst bara fínt að fá fyrstu hraðasektina á svona fínum bíl. Ég ætla samt ekki að fá fleiri sektir. Fer bara í rallid eða eitthvað til að aka hratt.

Á heimasíðu live2cruz er fínn tengill á umferðarlögin og þar koma fram sektaupphæðir.

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Sep 2002 19:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ég hef bara aldrei verið tekinn af löggunni (7,9,14) þótt ég hafi oft verið mjög tæpur (radarvarinn borgar sig).

Eina sem ég hef lent í er að einu sinni var verið að athuga hvort ég væri nokkuð fullur og svo var ég stoppaður á rúntinum um daginn fyrir að vera með kveikt á kösturunum. Löggan var nú bara mjög fín og bað mig bara um að slökkva á þeim svo það leynast nú ágætis löggur inn á milli.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Sep 2002 23:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ég var rukkaður um 5000 kr fyrir að hafa kveikt á kösturum á E39 523iA í kópavogi fyrir um ári fékk líka 25.000 fyrir að vera aðeins of hratt. Ég var drullufúll og reifst og skammaðist í löggunum þangað til þeir hótuðu að handtaka mig. Áður en ég byrjaði að rífast var ég mjög almennilegur og ætaði að reyna að fá þá til að sleppa þessu rugli með kastarana.
Svo er ég alltaf að sjá bíla með kastarana og aðalljósin á á kvöldin og löggan gerir ekkert. Meira að segja leigubílar keyra um með kastarana á.
Frekar skítt, þessir náungar sem ég lenti í voru rétt rúmlega tvítugir og voru bara ekki alveg að höndla valdið. :evil:

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Sep 2002 14:22 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:36
Posts: 177
Má ekki hafa kastaranna þegar þú ert með dagljósabúnaðinn á ??

_________________
BMW 528i e28 - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Sep 2002 14:28 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Just wrote:
Má ekki hafa kastaranna þegar þú ert með dagljósabúnaðinn á ??


nei það er víst ekki. held það megi bara ekki vera með kveikt á kösturum innanbæjar. ég var sektaður um 5000kall fyrir það :evil:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Sep 2002 14:48 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég held að það hafi verið tékkað á þessu máli á huga, ég er nær viss um að það má hafa kveikt á kösturum undir ef þú ert með stöðuljósin á að ofan.

Það er bannað að ahfa hvorutveggja, og á kvöldin máttu náttúrulega bara vera með aðalljósin.

Held þetta sé svona.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Sep 2002 16:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Svona er þetta:

(5) Dagljós.

Skilgreining: Dagljós koma í stað aðalljósa þegar hvorki er skuggsýnt né skyggni lélegt. Sem ljósker fyrir dagljós má nota lágljósker, ljósker fyrir lágljós með lækkaðri spennu, þokuljósker eða sérstök dagljósker með viðurkenningarnúmeri.

Litur: Skal vera hvítur eða gulur.

Staðsetning: Ljósker skulu vera framan á ökutæki og vísa fram. Hæð skal vera á milli 250 mm og 1500 mm. Fjarlægð ljóskera frá ystu brún má mest vera 400 mm og a.m.k. 600 mm skulu vera á milli þeirra. Ákvæði um fjarlægð frá ystu brún þurfa ekki að vera uppfyllt ef framvísandi stöðuljósker eru samtengd dagljóskerum.

Ljósstyrkur: Sérstakt viðurkennt dagljósker skal hafa ljósstyrk á milli 400 cd og 1200 cd við ljóskerið. Spenna á lágljóskerum fyrir lækkaða spennu skal vera a.m.k. 11 V við fulla hleðsluspennu 12 V kerfis en samsvarandi 22 V fyrir 24 V kerfi.

Tenging: Ljós má kvikna sjálfkrafa af völdum lykilrofa, hreyfils sem gangsettur hefur verið (hleðsla, smurþrýstingur), hreyfingu ökutækis eða gírskiptingu.

Ljóskerin skulu tengd afturvísandi stöðuljóskerum en mega einnig vera tengd framvísandi stöðuljóskerum.

Ljósker fyrir dagljós skulu þannig tengd að þau slokkni sjálfkrafa þegar kveikt er á aðalljósum.

Stærð: Lýsandi flötur ljóskers skal vera a.m.k. 40 cm2.

Það er í lagi að hafa kveikt á kösturum á daginn ef slökkt er á aðalljóskerum ef kastararnir standast kröfurnar.

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/8f4a7d7ca32eedc1002565000051607a/76779ce2aba3468400256a62004cf401?OpenDocument&Highlight=0,_rstnmmtbcdah76_

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Sep 2002 22:26 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Sko mig.....

ég hélt það!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 110 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group