bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Þarf hjálp með ljós og svona á E39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9766
Page 1 of 2

Author:  Farinn [ Thu 24. Mar 2005 20:49 ]
Post subject:  Þarf hjálp með ljós og svona á E39

Góðan daginn

Er jafnvel að fá mér E39 bíl eftir helgi og þarf aðstoð með að velja ljós: Framljós með svörtum stefnuljósum

http://cgi.ebay.de/ws/eBayISAPI.dll?Vie ... Track=true


Afturljós rauð og reykuð að ofan!

http://cgi.ebay.de/ws/eBayISAPI.dll?Vie ... 16866&rd=1

Og svo reykuð stefnuljós á hliðunum!

Hvað finnst ykkur um þetta? B'illinn er dökklitaður 523 bíll!¨

Kveðja

Author:  Svezel [ Thu 24. Mar 2005 20:57 ]
Post subject: 

Ég myndi persónulega frekar kaupa ljós sem eru með angel eyes, þ.e. facelift-ljós eins og t.d. þessi

Það er bara leiðindar vesen að fara að möndla angel eyes í þessi ljós eftir á :?

Author:  Farinn [ Thu 24. Mar 2005 21:05 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Ég myndi persónulega frekar kaupa ljós sem eru með angel eyes, þ.e. facelift-ljós eins og t.d. þessi

Það er bara leiðindar vesen að fara að möndla angel eyes í þessi ljós eftir á :?


Næs takk fyrir það :D

já þessi eru flottari!

Kveðja

Author:  Farinn [ Thu 24. Mar 2005 21:12 ]
Post subject: 

Hvað er tollar og vsk á svona aukahlutum hár?

Kveðja

Author:  Svezel [ Thu 24. Mar 2005 21:34 ]
Post subject: 

engir tollar á ljósum en það er 24.5% vsk

Author:  Jökull [ Thu 24. Mar 2005 22:47 ]
Post subject: 

Image
Image

8) ég held að facelift sé það eina sem kemur til greina :wink:

Author:  Farinn [ Thu 24. Mar 2005 22:51 ]
Post subject: 

en er ekki hægt að fá facelift með hvítum stefnuljósum þarna á hliðinni eða reyklituð? Finnst þetta appelsínugula alltaf svo ljótt!


ok búinn að finna það :D

Kveðja

Author:  saemi [ Thu 24. Mar 2005 23:26 ]
Post subject: 

Image
Image

Eina almennilega er að fá sér facelift angel eyes ljós og díóðuljós að aftan. En þetta kostar lágmark 50.000.- Meira ef þú borgar VSK, þ.e. getur ekki tekið þetta inn til landsins án VSK. Og ef þú ætlar að splæsa í Xenon þá erum við að tala um 100.000.- dæmi

Ég keypti mín í Schmiedmann.com. Hella ljós allt nema hliðarljósin. Þau eru bara eitthvað prump dæmi en skiptir svosem ekki máli.

Author:  Farinn [ Thu 24. Mar 2005 23:36 ]
Post subject: 

Var að sjá síðu hjá fyrirtæki sem heitir x-tuning i Þýskalandi:

netfang: http://www.x-tuning24.de

Þeir eru að bjóða Hella Xenon facelift ljós á 599 Evrur og rauð og hvít afturljós á um 139 evrur og svo stefnuljósin á hliðina á 25 evrur semsagt 750 evrur í allt!

En er þetta Xenon ljós eða eitthvað fake!

By the way sæmi þetta er rosalegur bíll hjá þér! 8)

Kveðja

Author:  Farinn [ Thu 24. Mar 2005 23:46 ]
Post subject: 

Þetta er brilliant síða en doldið dýr (fljótt á litið)!

http://www.schmiedmann.com

takk fyrir þetta sæmi

Kveðja

Author:  saemi [ Thu 24. Mar 2005 23:47 ]
Post subject: 

Þetta er ágætis síða.

EN, til að fá facelift ljós þarftu að borga 650 EUR fyrir hvít stefnuljós. Hitt er fyrir appelsínugul. Og þetta er sett fyrir bíl sem var með Xenon í original. Ef hann var ekki með Xenon þarftu að kaupa aukalega allt stýridótið líka.

Afturljósin eru ekki frá Hella, veit ekki hvernig gæðin eru á þessu Sonar.

Author:  saemi [ Thu 24. Mar 2005 23:50 ]
Post subject: 

Björgvin wrote:
Þetta er brilliant síða en doldið dýr!

http://www.schmiedmann.com

takk fyrir þetta sæmi

Kveðja


Hmmmm.. dýr!!!! Ég er nú ekki sammála að Schmiedmann sé dýr. Þú verður að taka verðin án skatts.

Author:  Farinn [ Thu 24. Mar 2005 23:50 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Þetta er ágætis síða.

EN, til að fá facelift ljós þarftu að borga 650 EUR fyrir hvít stefnuljós. Hitt er fyrir appelsínugul. Og þetta er sett fyrir bíl sem var með Xenon í original. Ef hann var ekki með Xenon þarftu að kaupa aukalega allt stýridótið líka.

Afturljósin eru ekki frá Hella, veit ekki hvernig gæðin eru á þessu Sonar.
Já var að sjá það þannig að pakkinn er örugglega um 900 Evrur fyrir Xenon ljósin! Hverjir setja svona í fyrir mann?

Kveðja

Author:  Farinn [ Thu 24. Mar 2005 23:51 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Björgvin wrote:
Þetta er brilliant síða en doldið dýr!

http://www.schmiedmann.com

takk fyrir þetta sæmi

Kveðja


Hmmmm.. dýr!!!! Ég er nú ekki sammála að Schmiedmann sé dýr. Þú verður að taka verðin án skatts.


Já tekur maður skattin af uppsettu verði?
Veit að verslanir í UK hafa bara eitt verð sama hvort það er sent erlendis eður ei!

Geturðu ekki bara bent mér á pakkann sem þú keyptir! Og var xenon á þínum orginal?

Kveðja

Author:  saemi [ Thu 24. Mar 2005 23:52 ]
Post subject: 

Þú gerir það sjálfur á 2klst.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/