bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Umræða um felgur og dekk https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9720 |
Page 1 of 2 |
Author: | IceDev [ Tue 22. Mar 2005 02:42 ] |
Post subject: | Umræða um felgur og dekk |
Sælir Nú fer að koma sumar og þá er ætíð gaman að skella sumardekkjum á. Sumir eiga hinsvegar við þann vanda við að etja að þeim langar að kaupa sér felgur og dekk. Hvert skal þá snúa sér og hvað gæti maður búist við að borga fyrir 17-18 tommu ágætis felgur, ekki neitt svaka svaka heldur bara hið fínasta sett Ef að þið gætuð skellt fram tillögum þá væri það vel þegið... Gstuning...Ég hef þegar skoðað síðuna þína þannig að óþarfi er að vera benda mér á það ![]() Með fyrirfram þökk Óskar |
Author: | gstuning [ Tue 22. Mar 2005 09:58 ] |
Post subject: | |
Ég hringdi í Nesdekk til að athuga verðið á Toyo frá þeim og 215/40-17 framann og 245/35-17 aftann kostar 85þús Þá veistu það allaveganna |
Author: | Kristjan [ Tue 22. Mar 2005 14:23 ] |
Post subject: | |
Eru Toyo ekki með léttustu dekk sem völ er á? |
Author: | oskard [ Tue 22. Mar 2005 14:48 ] |
Post subject: | |
Kristjan wrote: Eru Toyo ekki með léttustu dekk sem völ er á?
Toyo eru mjööög góð dekk |
Author: | Chrome [ Tue 22. Mar 2005 16:09 ] |
Post subject: | |
Ójá ![]() ![]() |
Author: | moog [ Tue 22. Mar 2005 17:42 ] |
Post subject: | |
Mæli með toyo.... toppmerki og ekki dýr (í Þýskalandi) ![]() |
Author: | IceDev [ Tue 22. Mar 2005 18:55 ] |
Post subject: | |
Hvað er samt með toll og skatt á hjólbörðum og felgum? Ef einhver veit um þá prósentu þá væri það vel þegið Takk fyrir |
Author: | force` [ Wed 23. Mar 2005 05:44 ] |
Post subject: | |
mig langar samt að pota inn að ég er mjög sátt á pirelli pzero nero dekkjum, er með 245/45/17, mjög mjúk, alveg rosalega mjúk reyndar, og eftir að ég fékk þau undir þá fanst mér bíllinn hreinlega svífa á silki, fannst þau fyrst eitthvað hálf asnaleg í bleytu og komst svo að því að það er bara paranojan í mér, eru mjög fín, er búin að aka á þessum um 15.000 km myndi ég reikna með og það sér varla á þeim, alveg merkilegt sem sést lítið á þeim. Bíllinn er stöðugur og góður og ég gæti haldið áfram endalaust og ég ek um á algerum þyngdarpramma. Merkilegast fannst mér þetta með mýktina, veghljóð minnkaði svo virkilega um munaði, og þetta að svífa.. Merkilegt. En já langaði bara að pota því inn í þessa samræðu ![]() |
Author: | srr [ Wed 23. Mar 2005 20:51 ] |
Post subject: | |
Varðandi felgurnar sjálfar þá mæli ég með Hjólbarðahöllinni Þeir eru með mesta úrval af álfelgum á fólksbíla og fara líka mjög vel með þær í umfelgun o.þ.h. Með dekkin er það trúarbrögð eins og hvað annað. Þú getur fengið ódýr dekk eins og Wanli, Nankang og Ventus. Þau hafa svosem flott munstur en maður fær alltaf það sem maður borgar fyrir, sama hvað það er. Þar af leiðandi er ekki sama gúmmí í þeim og endast þannig ekki eins lengi. Toppurinn er Michelin Pilot Sport að mínu mati. En toppurinn kostar alltaf mikið ![]() |
Author: | Kull [ Thu 24. Mar 2005 01:03 ] |
Post subject: | |
Ég mæli með BF Goodrich hjá Dekkjalagernum ef þú ert að leita að góðum dekkjum á mjög góðu verði. Þetta eru fín dekk enda er BF Goodrich í eigu Michelin. Ef þú vilt topp dekk þá er Goodyear Eagle F1 GS-D3 málið, fá toppeinkunn alls staðar og á nokkuð betra verði en t.d. Michelin Pilot Sport. Mér finnst alltaf ágætt að nota reiknivélina á www.shopusa.is til að fá viðmið á tolla og svoleiðis. |
Author: | hlynurst [ Thu 24. Mar 2005 02:26 ] |
Post subject: | |
Ég var með Bridgestone Potenza og ég hef ekki keyrt á betri dekkjum! Þau voru reyndar mjög mjúk og gripið á þeim var bara geðveikt! En endingin var ekkert til að hrópa húrra fyrir. ![]() |
Author: | IceDev [ Sun 27. Mar 2005 19:49 ] |
Post subject: | |
Jæja, ég hef verið að skoða þetta mál slatta og mér sýnist að ef felgu m/ dekkjum séu flokkaðar sem varahlutir á bílum samkvæmt kraftsafslætti þá er hagstæðara og fljótlegra að versla það sem ég vil hjá TB Þannig að þá er ég bara með 2 spurningar Flokkast felgur m/ dekkjum sem varahlutir ? Hvernig eru dekkin sem TB notar að fúnkera? Takk fyrir Óskar |
Author: | srr [ Sun 27. Mar 2005 20:17 ] |
Post subject: | |
IceDev wrote: Flokkast felgur m/ dekkjum sem varahlutir ?
Þegar ég sendi Shopusa fyrirspurn um þetta sama þá sögðu þeir mér að láta þetta undir hjólbarðar Málið er að það þarf að borga gúmmí- og úrvinnslugjald af dekkjum. |
Author: | IceDev [ Sun 27. Mar 2005 20:19 ] |
Post subject: | |
Heh, ég fór nefnilega til þeirra í shopusa og þeir sögðu að skella þessu undir varahlutir |
Author: | srr [ Sun 27. Mar 2005 20:34 ] |
Post subject: | |
Sló inn $200 í reiknivél shopusa. Hjólbarðar = 27.007 kr Varahlutir fyrir ökutæki = 28.358 kr So u pick ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |