bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

innfluttningur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9688
Page 1 of 1

Author:  Sveinn [ Sat 19. Mar 2005 18:33 ]
Post subject:  innfluttningur

er að spá í að flytja inn bmw frá þýskalandi, en hvar er best að skoða bílana þaðan ?

Author:  Djofullinn [ Sat 19. Mar 2005 18:36 ]
Post subject: 

www.mobile.de klikkar ekki ;)

Einnig www.autoscout.de

Author:  Raggi M5 [ Tue 22. Mar 2005 20:44 ]
Post subject: 

Hefur einhver verslað bíl í gegnum mobile.de á þessu spjalli?

Author:  moog [ Tue 22. Mar 2005 21:25 ]
Post subject: 

Jamm... minn var keyptur (eða fundinn) á mobile.de... en ég var náttúrulega staddur sjálfur í Þýskalandi og gekk frá kaupum þar úti (með góðri aðstoð meistara Bjarka) :D

Author:  Epicurean [ Tue 22. Mar 2005 21:57 ]
Post subject: 

Raggi M5 wrote:
Hefur einhver verslað bíl í gegnum mobile.de á þessu spjalli?


ég notaði mobile.de til að finna kerruna fyrir mig síðan fékk ég Georg til að ganga frá þessu fyrir mig, enda ekki talandi í þýsku eða með nokkurra reynslu af svona bílainnflutningsdæmi ;).
Stress free eða svo gott sem :D

Author:  Farinn [ Tue 22. Mar 2005 22:17 ]
Post subject:  Re: innfluttningur

Sveinn wrote:
er að spá í að flytja inn bmw frá þýskalandi, en hvar er best að skoða bílana þaðan ?


Tala við Smára í Hamborg smarihamburg@hotmail.com hann getur kíkt á bílana sem þér líst vel á!

www.mobile.de og www.autoscout24.de

Kveðja

Author:  Schnitzerinn [ Wed 23. Mar 2005 00:20 ]
Post subject: 

Smári, Smári, Smári 8) Hann er skotheldur gaur ! Ég fékk minn bíl í gegnum mobile.de á sínum tíma, Smári fann kauða og reddaði málunum af stakri snilld.

Author:  Nökkvi [ Wed 23. Mar 2005 08:02 ]
Post subject: 

Þegar ég bjó úti í München í Þýskalandi var ég bæði að skoða mobile (og fleiri vefi) og rölta um á milli bílasala. Ég hætti hins vegar röltinu fljótlega því allar bílasölur eru með bílana skráða á mobile. Meira að segja mörg umboð skrá bílana sína þar líka. Maður kíkti svo bara á sölurnar ef maður sá eitthvað á Netinu sem manni leist á.

Það kostar að auglýsa á mobile en þeir halda fram að fimmti hver seldur bíll í Þýskalandi sé seldur í gegnum síðuna. Þetta er því mjög öflug síða.

Það er hins vegar ókeypis að auglýsa á autoscout24 þannig að margir gera það frekar en að auglýsa á mobile. Það sakar því ekki að skoða báða þræðina.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/