bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ástandsskoðun
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9648
Page 1 of 1

Author:  krullih [ Wed 16. Mar 2005 11:34 ]
Post subject:  Ástandsskoðun

Sælir kraftar,

núna er maður farinn að huga að bílkaupum og ég var að spekúlera hvað kostar að fara með bíl í ástandsskoðun?

Author:  iar [ Wed 16. Mar 2005 11:43 ]
Post subject: 

Fljótlegast fyrir þig að tékka hjá skoðunarstöðvunum.

T.d. af vef Frumherja: Ástandsskoðun bifreiða, kr. 5.900 (kr. 6.600 yfir 2,5 t)

Gætir líka hringt í Aðalskoðun og athugað hvað það kostar hjá þeim.

Mér skilst að umboðin, amk. B&L séu frekar treg til að gera þetta nema þá etv. fyrir enn hærri upphæðir og eflaust miklu lengri biðtími.

Ég fór með minn til Frumherja áður en ég keypti hann og var ánægður með hvað þeir fóru vel yfir bílinn.

Author:  Bjarki [ Wed 16. Mar 2005 12:02 ]
Post subject: 

Kynnti mér þetta fyrir nokkuð löngu og þá var ástandsskoðunin hjá frumherja dýrust en líka eina ástandsskoðunin sem lakkþykktarmældi bílinn sem mér finnst vera vel þess virði því þá fær maður að vita hvar búið er að sprauta hluti, því verkstæðin ná aldrei sömu þykkt og verksmiðjan.
Núna veit ég eiginlega alltaf hvað þeir munu finna ef ég fer með bíl í ástandsskoðun en gott að hafa þetta skjalfest frá óháðum aðila.

Author:  Freyr Gauti [ Wed 16. Mar 2005 12:19 ]
Post subject: 

Ég fór með bíl um daginn til frumherja, bara sáttur með þjónustuna þar!

Author:  krullih [ Wed 16. Mar 2005 12:28 ]
Post subject: 

okey, þakka góð svör - erum við að tala um að maður geti bara mætt eða þarf maður að koma með fyrirvara? og er það ekki pottþétt þess virði ef maður er yfirhöfuð að skoða bíl að setja hann í ástandsskoðun ?

Author:  gunnar [ Wed 16. Mar 2005 12:29 ]
Post subject: 

ég myndi panta tíma... Held það sé alveg öruggt.

Author:  Bjarki [ Wed 16. Mar 2005 13:10 ]
Post subject: 

það verður að panta tíma
ef bíll kostar t.d. 500þús og ástandsskoðun 5þús þá er þetta 1%
Maður fær voðalega lítið af t.d. varahlutum fyrir 5þús og hvað þá útkeypta vinnu þannig þetta er ekki spurning ef maður er eitthvað í vafa eða er að kaupa sinn fyrsta bíl eða bara vera öruggur(ari).

Author:  ///Matti [ Wed 16. Mar 2005 19:03 ]
Post subject: 

ég fór með bíl í ástandskoðun í fyrradag og það var ALLT yfirfarið..
Ekki spurning að gera þetta :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/