bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

X5 pælingar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9597
Page 1 of 1

Author:  JBV [ Sat 12. Mar 2005 22:04 ]
Post subject:  X5 pælingar

Sælir, hef verið að velta fyrir mér kaupum á BMW X5. Ég heillaðist af þessum bíl þegar hann var fluttur til landsins í sérverkefni fyrir NATO fundinn sem var haldinn 2002, og gengdi veigamiklu hlutverki við akstur á ýmsum utanríkisráðherrum NATO-ríkjanna, fékk ég að kynnast X5 lítillega þá.

Fróðlegt væri að vita hvort e-r á kraftinum þekki til X5 og gæti miðlað af reynslu sinni og/eða þekkingu. T.d. hvernig 3,0 L og 4,4 L diesel-vélarnar hafa verið að koma út á þessum bílum, sem og bensin vélarnar. Einnig væri gott að fá að heyra um bæði kosti og galla bílsins.

Kveðja,
Jón Birgir

Author:  ///Matti [ Sat 12. Mar 2005 23:12 ]
Post subject: 

Bara flott ökutæki 8) 8)

Author:  Jökull [ Sat 12. Mar 2005 23:57 ]
Post subject: 

ég myndi fá mér 3,0 Dísel nýja vélin 220hö og 500nm þræl vinnur, og svo er facelift X5 inn sem kom núna seinnipart 2004 guðdómlega fallegur. 3,0i 231 hö og 4,4i 320hö eru líka mjög sprækir bílar og þessar vélar eru bilanna og viðhalds litlar :) En það er ekki til 4,4dísel nema í nýju
7unni :?

http://www.bmwworld.com/models/years/20 ... atures.htm

Author:  Raggi M5 [ Sun 13. Mar 2005 12:15 ]
Post subject: 

Er ekki líka 4,6 og er einvher 350-60 hp?

Author:  fart [ Sun 13. Mar 2005 12:20 ]
Post subject: 

4.6is er 320 og 4.8is er 360 ef ég man rétt.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/