bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvar get ég látið taka innan úr felgu.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=956
Page 1 of 1

Author:  Propane [ Mon 03. Mar 2003 15:46 ]
Post subject:  Hvar get ég látið taka innan úr felgu.

ég er með felgur, og gatið í miðjunni er ekki nógu vítt til þess að passa á bílinn minn Þarf að láta taka 1-2mm. Vitið þið um eitthvað renniverkstæði sem að getur þetta fyrir lítinn pening?

Author:  saemi [ Mon 03. Mar 2003 17:19 ]
Post subject: 

Æjj æjj.

Ertu með E32/E34 felgur á E39 bíl?

Ég hef ekki reynt þetta,

Sæmi

Author:  Guest [ Mon 03. Mar 2003 23:34 ]
Post subject: 

talaðu við renniverkstæði ægis upp á höfða... þeir gætu örugglega hjálpað þér....

Author:  DXERON [ Mon 03. Mar 2003 23:36 ]
Post subject: 

úps þetta var ég hér að ofan gleymdi að logga mig inn eð eitthvað....

Author:  Propane [ Tue 04. Mar 2003 11:08 ]
Post subject: 

Ég ætla að reyna í kvöld að hamast á þessu með þjöl. Þetta er svo rosalega lítið sem þarf að taka úr. Mér finnst þó mjög furðulegt að þetta þurfi, því að felgurnar eiga að passa á milli E34 og E39.

Author:  Alpina [ Tue 04. Mar 2003 18:42 ]
Post subject: 

VARÚÐ

það má alls ekki,,, endurtek ALLS EKKI hrófla við þessu,,,
Gatið á E-39 er +/- 1.MM stærri en E- 24/28/32/34/38 Alls ekki fikta við þetta ,,


EEENNNNNNNNN

Hægt er að nota sérstakan hring á E-39 felgu og hún passar á alla hina bílana,BINGO,

Sv.H

Author:  saemi [ Tue 04. Mar 2003 20:10 ]
Post subject: 

Einmitt.

Það er ekki hægt að nota beint á milli felgu af E34 á E39

En með hringjum þá er hægt að nota E39 á E34...

Það er spurning með að renna þetta úr, en EKKI gera þetta með þjöl.

Þú vilt ekki að allt hristist til andskotans þegar þú ferð að keyra.

Sæmi

Author:  Propane [ Wed 05. Mar 2003 00:52 ]
Post subject: 

Þetta er nú bara 1mm, ég er búinn að redda mér vírbursta á borvélina sem ég get troðið í gatið, og tekið úr. Hér er mynd af felgunni og af gatinu. gula strikið sýnir hvar er brún, ca 7mm að breidd sem ég þarf að sverfa niður um max 1mm. hugsanlega er 0,5mm nóg.
ImageImage

Author:  gstuning [ Wed 05. Mar 2003 02:04 ]
Post subject: 

Það þarf ef útí það er farið að renna þetta í mjög góðum tölvu rennibekk,
ekkert þjala, vírbursta dót því að þá skemmir þú felgurnar,

Author:  GHR [ Wed 05. Mar 2003 11:28 ]
Post subject: 

Alveg sammála hinum ræðumönnunum. Bróðir minn lenti í þessu, tók borvél og boraði örlítið en samt víprar bíllinn hans eins og helvíti. Honum datt þetta ekki strax í hug, hélt alltaf að þetta væri út af því að hann væri nýbúinn að skipta um hásingu (9"Ford) í Malibuinum og hélt kannski að hásingin væri skökk eða búinn að snúa upp á sig EN... þetta voru/eru felgurnar.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/