bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vantar smá upplýsingar um 750iAL
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=954
Page 1 of 1

Author:  Propane [ Mon 03. Mar 2003 10:42 ]
Post subject:  Vantar smá upplýsingar um 750iAL

Ég prófaði að setjastu upp í ´99 módelið af 750iAL á laugardaginn, og það má eiginlega segja að mér stóð. Ég varð strax ástfanginn af honum og það rann á mig æði sem að mun ekki fara af mér fyrr en ég hef eignast slíkan grip. Ég fann einn helvíti góðan í Þýskalandi sem að er ´97 módel og með öllu sem hægt er að fá í þessa bíla, sjónvarp og gps og allt það. Hvað myndi maður geta prúttað svona bíl niður í hérna heima, og hvað teljið þið að svona bíll eyði miklu í ökuníðings-innanbæjarakstri. Ég ek bílana mína ekki eins og kerling og til sönnunar hef ég verið sektaður 7sinnum fyrir ofhraðan akstur innanbæjar á einu ári. 5an mín eyðir 15-16L á hundraði.

P.S. Það verða komnar felgur á 5una mína í kvöld, muhahahaha.

Author:  Vargur [ Mon 03. Mar 2003 11:10 ]
Post subject: 

750 árg 96 og uppúr, steptronic, á ekki að eyða meira en 16-17 í innanbæjarakstri. Ég á einn slíkan til að selja þér, 96 árgerð, með öllu.
Ef þú hefur áhuga hringdu þá, ekki halda þessu áfram á netinu.

Hlynur
694-9922

Author:  GHR [ Mon 03. Mar 2003 12:13 ]
Post subject: 

Ég hef aldrei setist inn í nýju sjöuna (E38) Hlýtur að vera draumur að keyra þetta. En ætli maður kaupi ekki bara svoleiðis þegar verðið er búið að falla örlítið, engann veginn efni á svoleiðis núna :x - en þá verður bara sæti nr.2 að duga :wink:

Author:  arnib [ Mon 03. Mar 2003 12:45 ]
Post subject:  Re: Vantar smá upplýsingar um 750iAL

Propane wrote:
P.S. Það verða komnar felgur á 5una mína í kvöld, muhahahaha.


Flott! Bíllinn þinn verður örugglega geðveikur þannig!
Hvernig felgur?
Svo verðuru að skella inn myndum!!

Author:  GHR [ Mon 03. Mar 2003 12:53 ]
Post subject:  Re: Vantar smá upplýsingar um 750iAL

Propane wrote:
ökuníðings-innanbæjarakstri. Ég ek bílana mína ekki eins og kerling og til sönnunar hef ég verið sektaður 7sinnum fyrir ofhraðan akstur innanbæjar á einu ári.P.S. Það verða komnar felgur á .



Það þyðir ekkert að keyra þessa bíla alltaf í botni. Maður nennir því bara ekki, maður fer í svona limmaástand og cruizar bara í rólegheitum nema kannski ,,stundum'' :lol: Síðan má ekki gleyma eyðlsuni, minn er t.d að eyða 65lítrum/klst í botngjöf skv. OBC en nýji bíllinn er með stærri vél og kraftmeiri þannig að sú tala eykst bara ef eitthvað er :wink:

Author:  Bjarki [ Mon 03. Mar 2003 13:07 ]
Post subject: 

Ég prófaði 740iA E38 '96 í haust, þvílíkur kraftur alveg frábær bíll.

Author:  Svezel [ Mon 03. Mar 2003 13:32 ]
Post subject: 

Ég prófaði einmitt líka ´96 740iA í haust og sá bíll var alger hörmung. Hann var grútmáttlaus, það brakaði í öllu, útvarpið bilað, stefnuljósin biluð og fjöðrunin verulega slöpp. Þetta var eitthvert versta eintak sem ég hef keyrt og ég varð ekkert smá glaður þegar ég keyrði svo á mínum heim.

Menn virðast oft gleyma því að svona bílum þarf að halda við svo að gaman sé að keyra þá en þegar þeir eru í lagi þá er sko gaman að keyra :D

Author:  Propane [ Mon 03. Mar 2003 15:13 ]
Post subject: 

Þetta eru cruice-bílar. Hvort sem að það sé gert á 50 eða 150. hehe :) Mér finnst að það ætti að sekta menn eftir því hvernig bíl þeir eru á. Ég myndi td ekki vilja vera í Daihatsu Charade á 120 á hellisheiðinni.

Þetta eru 17" ATS felgur, 10" að aftan og 9" að framan. Skelli inn mynd á morgun eða hinn þegar þær eru komnar undir.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/