Sælir félagar, þannig er mál með vexti að dótiið mitt er komið. Kúplingin, flywheelið og skammskiptirinn komu á innan við viku til mín og nú þarf maður að henda þessu í. Óskar og Gunni ætla að hjálpa mér en það er smá aðstöðuleysi í gangi.
Ef einhver á eða veit um einhvern bílskúr eða bara hvernig aðstöðu sem er sem gæti dugað í þetta verkefni. Þetta eru bara (vonandi) nokkrir klukkutímar sem ég þarf en það getur alltaf komið eithvað uppá
Þannig að ég óska eftir aðstöðu til að fá lánaða/leigða í, væri þægilegt jafnvel í dag (sunnudag) en annað kemur til greina.
Annars er maður að reyna að koma bílskúrnum hérna í stand en það er alveg massa stórt verkefni
