bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gamli góði Lorenz í Vökuportinu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9481
Page 1 of 1

Author:  saemi [ Fri 04. Mar 2005 17:53 ]
Post subject:  Gamli góði Lorenz í Vökuportinu

Sælir

Ég sá gamla Lorenz bílinn hans Gunna áðan þegar ég var uppi í Vöku. Hann er þarna þar sem allir bílarnir eru geymdir inni á svæðinu þeirra.

Öll framsvuntan brotin af, kominn á hræðilegar felgur, afturfjöðrunin eitthvað skrítin og dráttaraugað í framstuðaranum.

Svo er bara spurning hvað var að gerast???

Lítur svolítið út eins og kantakyssing af versu sort.

Author:  Djofullinn [ Fri 04. Mar 2005 18:00 ]
Post subject: 

Shætttttttt :?

Er hann í uppboðsportinu?

Author:  saemi [ Fri 04. Mar 2005 18:22 ]
Post subject: 

Nei, stóra almenningnum

Author:  ///Matti [ Fri 04. Mar 2005 19:37 ]
Post subject: 

Vinur minn á þennan bíl og hann var dreginn upp í vöku,hann á bara eftir að pikkann upp,klikkaði eikkva í drifinu :?

Author:  saemi [ Fri 04. Mar 2005 19:52 ]
Post subject: 

æjæj.

En hvað er með framsvuntuna/stuðarann?

Og afturdekkið vinstra megin, það vísar svo rosalega inn að neðan?

Author:  flamatron [ Fri 04. Mar 2005 20:40 ]
Post subject: 

já, ég sá hann um daginn, hjá rauðavatni.. það var eins og hann hafi verið að keyra á kannt með aftur felgunni, Fast,,,
orðin svaka sjoppulegur. :x

Author:  ///Matti [ Fri 04. Mar 2005 21:54 ]
Post subject: 

hann er nýlega búin að kaupa hann og ég get glatt ykkur með því að þessi bíll verður tekinn í gegn bráðlega,frá A til Ö.fullt af skemmtilegum pörtum í pöntun.
Verður sem nýr.. :)
Svo er ýmislegt fleira MJÖÖÖG sniðugt á leiðinni í hann.En það er surprice :wink:

Varðandi framsvuntuna :( Þetta var algjör klaufaskapur,vorum að keyra í vetur á mesta lagi 30-40,bíllinn rennur aðeins til,lendir á smá snjótroðning og svuntan í small(var gaddfreðinn) :cry: :cry:

En það kemur flottari framstuðari í staðinn,get alveg lofað því :D

Author:  hlynurst [ Sat 05. Mar 2005 15:10 ]
Post subject: 

matti wrote:
En það kemur flottari framstuðari í staðinn,get alveg lofað því :D


Mér finnst nú M-svuntan með því fallegra sem fer á þessa bíla.
Var kannski búið að skipta henni út áður?

Author:  ///Matti [ Sat 05. Mar 2005 16:10 ]
Post subject: 

neibbs þeta var M-svuntan,,

Author:  saemi [ Sat 05. Mar 2005 17:08 ]
Post subject: 

Það er ekki hægt að gera flottara en M-tec framan á bílinn að mínu mati.

Vonandi kemur ekki einhver hrísgrjónabúðingur í staðinn. :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/