bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

haha það sem maður lendir í,
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9476
Page 1 of 2

Author:  íbbi_ [ Thu 03. Mar 2005 22:52 ]
Post subject:  haha það sem maður lendir í,

í dag fór ég að prufa 750ia bíl á sölu sem ég var að bjóða í,
það hefði kannski ekki verið frásögu fræandi nema fyrir það að þegar ég ætlaði inn í bílin þá virka læsingagnar bara ekki neitt, og kom þá í ljós að þetta var víst búið að vera eitthvað vesen eigandin hafði ekki komist inn í bílin og var búið að hringja á einhevrja neyðarþjónustu og lásasmið,

jæja en maður ég taldi þeim trú um að ég þekkti þessa bíla nokkuð vel og vildi endilega fá að prufa áður en rándýr fagmaður væri kveðin til náði að brjótast inn í bílin, sem væri ekkert merkilegt útaf fyrir sig nema bara að ég er ennþá hlæjandi af því hvernig :roll:

ég náði að opna skottlokið á bílnum og síðan mér til mikillar furðu þá náði ég að fara inní skíðapokan og troða mér í gegnum þetta líka pínulittla gat og inní bílin í gegnum armpúða/skíðapoka gatið :shock: :shock: sem var engu síður ekki sú þægilegasta þraut sem ég hef hef reynt! ekki tók betra við bíllin var á FAST LOCK eða hvað sem þetta heitir og var því ekki fræðilegur í helv.. að opna bílin innanfrá heldur, og var hann orðin rafmagnslaus, þannig að ég þurfti mér til mikillar ánægju að troða mér aftur út sömu leið og ég kom inn :roll: :D

ég náði síðan að opna bílin og koma honum í gang og þá var hann á limp mode jey!! en sem betur fer náði ég honum af því líka :wink: og já.. ég ELSKA aflið í v12 :drool:

Author:  saemi [ Thu 03. Mar 2005 22:54 ]
Post subject: 

Hahahaha, meiri kallinn.

Ég sæti örugglega ennþá fastur í skíðapokanum, eða þá að slökkviliðið væri búið að klippa bílinn í sundur :D

Eigandinn sparaði sér allavega helling með því að láta þig prufa

Author:  íbbi_ [ Thu 03. Mar 2005 23:03 ]
Post subject: 

haha, já það var ánægjulegt að geta sparað manngarminum þessar krónurnar.. sona þar sem ég líka öruglega móðgaði stórfjölskylduna hans með tilboðinu mínu í kjölfarið 8)

en já haha ég skellihlæ ennþá þegar ég ýminda mér tilhugsunina um einhevrn að troða sér þarna í gegn.. þetta er ekkert smá þröngt var ekkifræðilegur sjens að ná verkfærasettinu mínu inn á eftir mér og ekki er það stórt

Author:  Kristjan PGT [ Thu 03. Mar 2005 23:08 ]
Post subject: 

heh, þú mátt alveg koma og skoða golfinn hjá mér, handbremsa í eitthverju rugli og stefnuljósin líka... ;)

Author:  Djofullinn [ Thu 03. Mar 2005 23:12 ]
Post subject: 

Hahaha íbbi snillingur :lol: Ég kæmi varla hausnum mínum í gegnum þetta gat :P

Author:  Lindemann [ Thu 03. Mar 2005 23:16 ]
Post subject: 

snilld! 8)

ætli ég sé ekki tvisvar sinnum sverari en þetta gat :oops:

Author:  oskard [ Thu 03. Mar 2005 23:16 ]
Post subject: 

ég vona bara að þetta gat sé stærra í svona 7u en e30... þú ert seriously lítill ef þú fittar í gegnum það gat :lol:

Author:  íbbi_ [ Thu 03. Mar 2005 23:33 ]
Post subject: 

það má allavega segja að ég hafi starað á gatið og mig til skiptis þegar ég ar kominn inn (í bílinn :twisted: ) annars er ég 175cm og sona 65kg eða eitthvað og skil ekkert í þessu :hmm:

Author:  íbbi_ [ Fri 04. Mar 2005 03:06 ]
Post subject: 

hmm ég finn engar myndir af sona skíðapokum en hérna eru tvær myndir sem sýna hversu fáránlegt þetta er.. kannski ekkert skrítið að ég sé allur marin á öxlunum 8)

Image
Image

Author:  Svezel [ Fri 04. Mar 2005 03:10 ]
Post subject: 

þú gætir meikað fínan pening í pr0ni með einni 10barna

Author:  bjahja [ Fri 04. Mar 2005 08:22 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
þú gætir meikað fínan pening í pr0ni með einni 10barna

Hahahahahahahha :-&
En gaur, þetta er alveg besti reynsluakstur í heimi :lol: :lol: :lol:

Author:  bebecar [ Fri 04. Mar 2005 08:26 ]
Post subject: 

Þetta er drepfyndið - bara það líka að láta sér detta þetta í hug :shock:

hefðir átt að eiga mynd þar sem þú ert hálfur að troða þér í gegn :lol:

Author:  Bjarki [ Fri 04. Mar 2005 14:59 ]
Post subject: 

það er fáir sem vita þetta en ef e32/e34 verða rafmagnslausir þá er bara að setja lykilinn í hurðina og snúa og taka svo handfangið upp og þá er hægt að snúa lengra og þá opnast. Hefur virkað á öllum mínum bílum sem hafa orðið rafmagnslausir, svo stendur þetta líka í owners manual.
Þannig sennilega var það óþarfi að skríða í gegnum skíðapokann en engu að síður stök snilld! :lol:

Author:  Djofullinn [ Fri 04. Mar 2005 15:03 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
það er fáir sem vita þetta en ef e32/e34 verða rafmagnslausir þá er bara að setja lykilinn í hurðina og snúa og taka svo handfangið upp og þá er hægt að snúa lengra og þá opnast. Hefur virkað á öllum mínum bílum sem hafa orðið rafmagnslausir, svo stendur þetta líka í owners manual.
Þannig sennilega var það óþarfi að skríða í gegnum skíðapokann en engu að síður stök snilld! :lol:

Ahm ég hef einmitt notað þetta trikk

Author:  fart [ Fri 04. Mar 2005 15:31 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Bjarki wrote:
það er fáir sem vita þetta en ef e32/e34 verða rafmagnslausir þá er bara að setja lykilinn í hurðina og snúa og taka svo handfangið upp og þá er hægt að snúa lengra og þá opnast. Hefur virkað á öllum mínum bílum sem hafa orðið rafmagnslausir, svo stendur þetta líka í owners manual.
Þannig sennilega var það óþarfi að skríða í gegnum skíðapokann en engu að síður stök snilld! :lol:

Ahm ég hef einmitt notað þetta trikk


BWAHAHAHAHAHA!!!!!!

bigtime case of R.T.F.M.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/