bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bíla-flug- og allskonar safn sem ég fór á í Þýskalandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=947
Page 1 of 1

Author:  saemi [ Sun 02. Mar 2003 14:01 ]
Post subject:  Bíla-flug- og allskonar safn sem ég fór á í Þýskalandi

Jæja, mig langaði líka til að segja ykkur frá safni sem ég skellti mér á í Þýskalandi í febrúar.

Ég var að keyra A6 milli Mannheim og Heilbronn (rétt norður af Stuttgart) þegar ég rak augun í safn alveg við "autobahnann). Ég hafði brennt framhjá þessu í haust, en hafði þá ekki tíma til að stoppa. Þess má geta að maður keyrir fram hjá Hockenheim rétt áður á A6.

En núna semsagt passaði það ágætlega fyrir mig að eyða eins og 2 tímum á safninu, svo ég fór út á næsta exit og dreif mig á safnið.

það er skemmst frá að segja að það er verra að fara á þetta safn heldur en inn í bílskúrinn minn! Það er ekkert smá mikið af dóti þarna. Flugvélar, Bílar, lestir, kafbátadót, skriðdrekar ofl. ofl. Þetta er eitt stærsta safn sinnar tegundar í Þýskalandi (ábyggilega Evrópu) og helstu aðdráttartækin eru Tupoloev vélin sem trónir þarna yfir öllu. Þetta er tækið sem Rússar byggðu á sínum tíma til að herma eftir Concorde. Hægt er að fara upp í vélina og skoða. Mjög kúl. Svo kemur 747-200 vél þarna bráðum.

Nú en bílalega séð er alveg hellingur af bílum þarna. Ég veit ekki hvað mikið, en ábyggilega yfir 200 stykki lágmark. Benz og Porsche er í sérstöku uppáhaldi þarna, en svo er líka Ferrari, BMW og meira að segja Amerísk deild þarna með fullt af sleðum.

Nú ég gæti haldið endalaust áfram um það sem maður rak augun í, en látum nokkrar myndir tala sínu máli!

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Ferrari F40 og Vector... nokkuð kraftmikil samsetning

Ég á alveg tonn af fleiri myndum (að sjálfsögðu stærri), en ég hef ekki pláss í að posta þetta allt. Verður bara að gerast á myndakvöldi!

http://www.museum-sinsheim.de

Sæmi

Author:  Raggi M5 [ Sun 02. Mar 2003 15:02 ]
Post subject: 

Mér fynnst alltaf F-40 flottasti Ferrari-inn :shock: :shock: :shock:

Author:  Bjarki [ Sun 02. Mar 2003 15:23 ]
Post subject: 

Maður verður að tékka á þessu safni næst þegar maður fer til Þýskalands.

Author:  bjahja [ Sun 02. Mar 2003 15:36 ]
Post subject: 

Vá hvað mig langar á þetta safn. Það er samt synd að allir þessir bílar sitji bara þarna.

Author:  Dori-I [ Sun 02. Mar 2003 18:21 ]
Post subject: 

heh. ég hef komið á þetta safn tvisvar og þetta er allgjör snilld... ég fór þangað fyrst ´92 og svo aftur ´98. það er gjörsamlega allt þarna inni sem tengist farartækjum!!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/