bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Loksins er 745i skiptingin komin í lag !
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=943
Page 1 of 2

Author:  saemi [ Sun 02. Mar 2003 12:45 ]
Post subject:  Loksins er 745i skiptingin komin í lag !

Jæja, loksins.

Eftir að hafa bilanagreint í 2 mánuði eða svo þá ákvað ég að splæsa bara í aðra skiptingu. Skiptingin í 745i bílnum mínum hefur verið föst í neyðarprógramminu (limp home mode), þannig að hann hefur bara verið í 3ja gír (og afturábak). Ég keypti notaða skiptingu úti í Þýskalandi og kom með hana heim síðastliðinn Þriðjudag. Skellti henni svo í í gær og þvílíkur munur. Skiptir MIKLU betur en gamla skiptingin, silkimjúk.

Þá getur maður haldið áfram að skrúfa upp boostið :wink:

Image

Þetta er "main" flotinn. Svona það besta af þessu :) 745i, M5, 635csi

Sæmi

Author:  Svezel [ Sun 02. Mar 2003 12:50 ]
Post subject: 

Þessi floti er geðveikur 8)

Author:  Bjarki [ Sun 02. Mar 2003 13:35 ]
Post subject: 

Ekki slæmt að vera með svona flota í innkeyrslunni!
Hvað þurftir þú að reiða fram fyrir skiptingu í Þýskalandi?
Þurftir þú ekki að taka vélina úr bílnum til að taka skiptinguna úr?

Author:  saemi [ Sun 02. Mar 2003 14:08 ]
Post subject: 

Ég borgaði 350EUR fyrir skiptinguna. Hann sagði að hún væri keyrð 80.000 km og virkaði fínt. Hún virkar allavega fínt! En fannst ég sjá smá svarf í síunni :?

Bara að vona.

Nei, vélin þarf ekki að fara úr. Bara slaka skiptingunni niður, þá kemst maður að boltunum upp með öllum framlengingunum sem maður á :)

Author:  Gunni [ Sun 02. Mar 2003 20:27 ]
Post subject: 

þetta er ansi fögur sjón :)

Author:  Djofullinn [ Sun 02. Mar 2003 20:38 ]
Post subject: 

Glæsilegur floti!! Bara verst að þú ætlir ekki að koma með hinn 745i bílinn til landsinns :roll:

Author:  saemi [ Sun 02. Mar 2003 20:42 ]
Post subject: 

Já, ekki nema einhver vilji kaupa annan hvorn :)

þá myndi maður kannski gera það!

Sæmi

Author:  Djofullinn [ Sun 02. Mar 2003 20:43 ]
Post subject: 

Hvað er verðmiðinn á svona bíl? :?

Author:  saemi [ Sun 02. Mar 2003 20:51 ]
Post subject: 

Það er svona 300-350.000.-

Sæmi

Author:  Djofullinn [ Sun 02. Mar 2003 20:58 ]
Post subject: 

Ohh hvað ég vildi óska þess að ég ætti 350.000 kall núna :(

Author:  Bjarki [ Sun 02. Mar 2003 21:40 ]
Post subject: 

Maður ætti kannski bara að skipta niður og fá sér eldri bíl. :o

Author:  bebecar [ Mon 03. Mar 2003 10:14 ]
Post subject: 

Engin spurning - skipta niður... eldri bílar eru betri bang for the buck og svo má alltaf nota mismunin af verði þeirra í t.d. fleiri bíla eða önnur hobbí!

En Sæmi.... þetta er mjög hógvær bílafloti NOT! 745, M5 og 635!!!! Þú ert með heilan hrossabúgarð þarna!

Author:  flamatron [ Mon 03. Mar 2003 10:20 ]
Post subject: 

Er virkilega túrbína í 745i,bíl, mér finnst það soldið skrítið? :?

Author:  arnib [ Mon 03. Mar 2003 12:41 ]
Post subject: 

flamatron wrote:
Er virkilega túrbína í 745i,bíl, mér finnst það soldið skrítið? :?


Hehe, Við höfum nú eitthvað rætt þetta áður.
Finnst þér þá ekki líka skrýtið að það sé 3,5 lítra vél í honum?

:)

Author:  saemi [ Mon 03. Mar 2003 13:14 ]
Post subject: 

Hmmm .. ég er ekki alveg viss. Ég ætla að kíkja betur á eftir og gá hvort þetta er ekki örugglega túrbína.

Sæmi 8)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/