bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Benz/Bmw
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9412
Page 1 of 1

Author:  ta [ Fri 25. Feb 2005 23:25 ]
Post subject:  Benz/Bmw

hæ gæs.
ég var að spá , hver er helsti áherslumunur
bmw og benz?
er það ekki helst að benz er meira comfort
meðan bmw er meira handling.
soldið það sem mér líkaði ekki við benzann,
það var það sem eg er vanur frá bmw;
að keyra hratt í beygjum, benzinn var ekkert
að fíla það...

með þessu er ég ekki að setja út á
benz , bara benda á áherslumun.
benzinn tók hraðahindranir td mikið betur....


"fun to drive" factorinn var frekar low

einhver comment?l

Author:  Benzari [ Fri 25. Feb 2005 23:29 ]
Post subject:  Re: Benz/Bmw

ta wrote:
"fun to drive" factorinn var frekar low
einhver comment?l


Við hverju bjóstu á 4-matic combi :?:

Annars er þessi comfort punktur sem þú nefnir megin munurinn.

Author:  Djofullinn [ Fri 25. Feb 2005 23:34 ]
Post subject:  Re: Benz/Bmw

Benzari wrote:
ta wrote:
"fun to drive" factorinn var frekar low
einhver comment?l


Við hverju bjóstu á 4-matic combi :?:

Annars er þessi comfort punktur sem þú nefnir megin munurinn.

Ekki eru Touring bimmarnir neitt öðruvísi í akstri en hinir ;)

Author:  ta [ Fri 25. Feb 2005 23:48 ]
Post subject:  Re: Benz/Bmw

Benzari wrote:
ta wrote:
"fun to drive" factorinn var frekar low
einhver comment?l


Við hverju bjóstu á 4-matic combi :?:

Annars er þessi comfort punktur sem þú nefnir megin munurinn.


4 hjóladrif og hlaðbakur þarf ekki að vera
slæm samsetning, sjáðu audi rs2/4.
ekki það að ég hafi prófað.
en kannski liggur munurin líka í að
benzinn er þyngri en þeir bmw sem ég hef átt.
1660 minnir mig og ansi stórt cargo, miða við
touring og audi.

Author:  Eggert [ Sat 26. Feb 2005 00:06 ]
Post subject: 

Ég held að overall fjöðrunin spili stórt hlutverk þarna. Ef BMWinn sem þú ert á er ekki nógu mikill lúxus, þá ertu bara ekki á réttri útgáfu.

Ef þú t.d. skoðar nýja/nýlega samanburðinn milli Benz E500 AMG, BMW E60 M5 og Maserati blabla eitthvað, þá sérðu að Benzinn er sneggri í 100, hærri hestaflatala(með twinbo) og er rúmbetri, en samt fær BMWinn hálfri eða heilli stjörnu meira í stjörnugjöf(man ekki nákvæmlega), og það var fyrir að vera 'bíll ökumannsins', s.s. meira handling og fleira í þeim dúr.

Benz eru góðir bílar og hafa alltaf verið svo best sem ég veit(w123, w124, w126), mjög góðar skiptingar þegar skiptingar þar á móti í E34 og E32 voru ekki að standa sig eins vel. En það er liðin tíð, BMW hefur nú sýnt og sannað að ef menn bara hugsi um bílana sína og þjónusti þá einsog gera skal, þá er þetta ekki síðri bíll hvað endingu varðar.
Samt situr alltaf gamall stimpill á 'hvað BMW bila mikið', hérna frá því í denn, en ástæða fyrir því gæti verið sú að Benz hefur oftar en ekki lent í höndum eldra fólks sem hugsar betur um eignirnar sínar, meðan BMW var, þá tala ég auðvitað bara um einhverja prósentu, voru í eign yngra fólks. Gæti verið skýring, en gæti líka ekki hafa haft nein áhrif.

Ég átti 200E W124 Benz í sumar, ég er á 520i E34 núna, ég persónulega kýs að líkja þessum bílum ekki saman. BMWinn er öflugri, beygir betur og skemmtilegri akstursbíll í alla staði. Það er eina 'staðreyndin' sem ég hef fram að færa, hitt sem ég sagði meira svona pæling.

Author:  Vargur [ Sat 26. Feb 2005 01:58 ]
Post subject: 

E 38 750 er bíllinn sem mér hefur þótt sameina alla kosti hvað best, allavega fyrir mig. Gegnum tiðina hef ég átt, keyrt og setið í allmörgum bilum en þessi snilldar bíll slær allt út.
Handling, þægindi, ....og 12 cyl, aaahhhhh !!! :bow:
Hvað var maður eiginlega að selja hann ? :argh:

Hvað mýkt og handling varðar skipta dekk og felgur heilmiklu, oft eru BMW komnir á stærri felgur og low profile og eru jafnvel á dekkjum með lágan prófíl orginal. 7an gjörbreytist við að skipta úr 16" yfir í 18" en samt heldur hann þægindatilfinningunni nánast alveg, jafnvel á 20", handlingið er bara betra.

Ég átti 240E Mercedes og þegar hann var kominn á 18" og Goodyear var hann orðinn ágætis slaufutryllir, mér sýnist nú bíllinn hjá Torfa hafa verið á 18", en voru dekkin góð ? Getur ekki líka verið að barnavagnageymslan sé með eitthvað mýkri fjöðrun ?

Author:  700 [ Sat 26. Feb 2005 22:10 ]
Post subject: 

Er ekki daimlerinn bara með meiri svona "virðingu" þegar nafnið er nefnt?
annars eru báðir að gera frábæra bíla!! en einn ljúfasti bíll sem ég hef liðið um í er 600 SEL 92 árg (92 árgerð af 750 er ekki við hann að líkja) BMW breytti sinni 700 línu nokkrum árum síðar og eru það eðalvagnar (á einmitt einn slíkann 730 95 og er mjög sáttur í honum)
en hinsvegar er ekki hægt að horfa framhjá því að nýr 700 BMW er MUN ódýrari en nýr S bens með sambærilegri vél og búnaði og dýrasta sjöan kostar undir 16 kúlum en dýrasti bensinn væri sjálfsagt 6-10 kúlum dýrari
það má gera ýmislegt fyrir afganginn 8)

Author:  Svessi [ Sat 26. Feb 2005 22:28 ]
Post subject: 

Einhvertíma sagði einhver félagi minn þetta við mig og ég hef oft haft það eftir honum:

Þú kaupir þér Benz ef þú ætlar að eig´ann, en BMW ef þú ætlar að keyr´ann.

Ansi mikið til í þessu, semsagt átt við það að Benz er endingarbetri og lægri bilanatíðni en BMW væri skemmtilegri akstursbíll.


Kv.
Sverrir Már

Author:  Svezel [ Sat 26. Feb 2005 22:42 ]
Post subject: 

Mér hefur aldrei liðið eins vel á öðru og þriðja hundraðinu og í Benz en aftur á móti ekki kunnað að meta þá eins vel í almennum glannaakstri.

Author:  íbbi_ [ Sun 27. Feb 2005 16:38 ]
Post subject: 

mér finnst benz og bmw vera sona nokkurn vegin tvær útfærslur fyrir fólk með svipaðar væntingar, hvort maður er hinsvegar benz eða bmw kemur svo bara íljós með reynslu og akstri, ég persónulega er ALGJÖR sucker fyrir báðum, BMW finnst með meiri "drivers car" og ekki finnst mér hann neitt síðri hvað varðar frágang smíði sem og bilunartíðni, benzinn finnst mér virðulegri, "afslappaðari" en engu síður af sama sauðhúsi, margir benzar negldir fastir sem eitthvað sem maður ætlar að eignast,

w140 S línan finnst mér bara the ultimate luxury car! að öllu leyti, fullvaxin 7 er eins og 518 við hliðina á þessu, en w140 er BARA fullorðins og því er ég ekki búin að fá mér slíkan bíl og mun líklegast ekki gera í nánustu framtíð,

það er nefnilega einn mínus sem ég hef tekið eftir hjá benz sinnaðari vinum mínum að oftar en ekki neyðast þeir til að kaupa varahluti á óréttlætanlega háu verði meðan ég finn þá miklu ódýrari í bimman, en hinsvegar finnst mér koma á móti að það er miklu meira til að heilum vel förnum og heilum gömlum benzum en bmw þar sem benz virðist ekki laða jafn rosalega mikið af vitleysingum að sér sem annaðhvort með skort á viðhaldi fantaakstri eða einhverri annari vitleysu drepa alveg niður bílana, kannski er þetta vegna þess að það er hellingur af liði sem kaupir BMW til að vera töff, og kann ekkert að þjónusta bílin, og oftar en ekki fá þessir sömu bílar mun harðari akstur ofan á það,

en að mínu mati eru þessi tvö merki toppurin af því sem bílaiðnaðurinn býður uppá, Audi er ekki til fyrir mér, og þetta eru þeir bílar sem ég fékk áhuga á eftir að ég fékk bílpróf og fór að meta bíla eftir því hvernig það er að keyra og umgangast þá, ekki eftir attitjúti bílsins í sjón

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/