bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Jæja, þetta gerði sko útslagið
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=938
Page 1 of 2

Author:  GHR [ Sat 01. Mar 2003 16:00 ]
Post subject:  Jæja, þetta gerði sko útslagið

Helv........ helv........... :evil: :evil: :evil:

Var að reyna festa sílsalistann minn hægra megin, gekk eins illa og hugsast getur :evil:
Og ekki endaði það vel, helv.... tjakkurinn gaf sig og beint í nýsprautuðu hurðina mína og beyglaði og skemmdi einn lista.
Vinnan sem ég er búinn að leggja í bílinn er orðinn allt of mikil og ég hreint og beint nenni þessu ekki lengur.
Þannig að bíllinn minn er til sölu :cry: og ef eitthver nennir aðeins að dunda sér í honum þá er hægt að gera þennan bíl stórglæsilegan.

Nánar á
''BMW til sölu''

Author:  arnib [ Sat 01. Mar 2003 17:23 ]
Post subject: 

æji greyið kallinn :(

Author:  iar [ Sat 01. Mar 2003 17:38 ]
Post subject: 

Ææ.. innilegar samúðaróskir.

En... ég myndi samt frekar halda bílnum en eyða því á börunum á Costa Del Sol. ;-) Bimminn endist mun betur en ein Costa Del Sol ferð...

Author:  hlynurst [ Sat 01. Mar 2003 18:52 ]
Post subject: 

Ég trúi þessu eiginlega ekki... eftir tvo til þrjá daga þá kemur þetta aftur og þú heldur áfram með hann. Þetta er að verða svo fallegur bíll hjá þér að ég trúi ekki að þú ætlar að hætta núna!

Author:  bjahja [ Sat 01. Mar 2003 18:54 ]
Post subject: 

Það er rosaleg synd að þú ætlir að gefast upp :cry:

Author:  Svezel [ Sat 01. Mar 2003 19:11 ]
Post subject: 

Ég myndi fá mér vel af bjór í kvöld og slappa af, kíkja svo á þetta seinna. Þú getur varla hætt núna, bíllinn er að verða stórglæsilegur hjá þér

Author:  Djofullinn [ Sat 01. Mar 2003 19:47 ]
Post subject: 

Ég er sammála öllum þeim að ofan, ekki gefast upp þegar það er svona lítið eftir :!:
Pældu líka í því hvað það verður gaman ef við getum keypt þessar felgur maður :P :P :P :P

Author:  Bjarki [ Sat 01. Mar 2003 23:06 ]
Post subject: 

Ég samhryggist þér innilega. Bíllinn er farinn að líta mjög vel út, djúpar felgur myndu gera útslagið. En svona er þetta nú með þessa 700 bíla þegar þeir eru orðnir gamlir þá skipta þeir oft um eigendur. Spurning af hverju!! Þyrstir og flóknir, meiri tækni meiri búnaður fleiri bilanir dýrari rekstur.

Author:  Raggi M5 [ Sat 01. Mar 2003 23:36 ]
Post subject:  Re: Jæja, þetta gerði sko útslagið

BMW 750IA wrote:
Vinnan sem ég er búinn að leggja í bílinn er orðinn allt of mikil og ég hreint og beint nenni þessu ekki lengur.


Hvaða væl er þetta drengur :wink: þetta er nú bara ein hurð það er ekki einsog vélin hafi hrunið, farðu bara á fyllerí í kvöld og hugsaðu þig svo oftar um :wink: :wink: :wink:

Author:  Atli Camaro [ Sun 02. Mar 2003 00:27 ]
Post subject: 

Ég heyrði í stráknum áðan og hann er nú aðeins að róast.En ég skil hann vel,þetta var alveg hræðilegt slys.Maður verður alveg brjálaður þegar svonalagað gerist og vill þá helst gefast upp.Ég skil þetta vel,vélin í bílnum mínum er í rusli og mig langar mest að gefast upp :oops:

En það er flott að heyra hvað menn eru hrifnir af bílnum hans,enda mjög flottur.Ég var einmitt á rúntinum með honum í gær og verð að segja að þetta er sjúkur bíll,þó hann sé ekki amerískur :D

Author:  saemi [ Sun 02. Mar 2003 00:38 ]
Post subject: 

Já, þetta er hrikalega pirrandi þegar svona gerist.

Það brotnaði hjá mér búkki í fyrravetur undir 6-uni hjá mér þegar ég var að klára að skipta um vél. Bíllinn hrundi niður til hliðar þegar hann rann útaf hinum og vinstra brettið fór ofan á gírkassa sem stóð upp á rönd.

Agalega pirrandi, nýsprautaður og fínn, strax aftur í málun. Ussusss....

En skítur skeður og ég meiddi mig ekki. Það er fyrir öllu.

Bara að bíta á jaxlinn og brosa.

Sæmi

Author:  GHR [ Sun 02. Mar 2003 02:49 ]
Post subject: 

VOWWW, ég bjóst ekki alveg við þessum viðtökum en takk kærlega fyrir stuðningin strákar :P
Búinn að fá smá umhugsunartíma og drekkja sorgum mínum í appelsínudjúsi :lol: og er hættur við að selja!!!! - Reiði getur látið mann verða full fljótfæran og heimskan :oops: - að mér skildi detta þetta í hug???

Bróðir minn vinnur á réttinga- og sprautu verkstæði og hann er búinn að kíkja aðeins á þetta og sagði að það væri enginn vandi að gera við þetta (bara ein kvöldstund eða svo :wink: )
Þannig að þetta verður ef til vill gott bílaár hjá mér :D

Djöfull er þetta samt svekkjandi, nýbúinn að shina allt og gera allt klárt, en eins og þið sögðu þá þýðir ekkert annað en að bíta á jaxlinn og brosa og neita gefast upp :P

Takk aftur fyrir allann stuðningin :oops:

Author:  Halli [ Sun 02. Mar 2003 10:24 ]
Post subject: 

þett er gott að heyra :lol:

Author:  GHR [ Sun 02. Mar 2003 10:46 ]
Post subject: 

Jamm, þá þarf ég bara að fara versla mér lista á hurðina og láta rétta þetta. Á ennþá til rest af lakki þannig að það sparar mér smá.
Eitt gott við þetta, það þarf bara að sprauta neðri hluta hurðarinnar (fyrir neðan krómlistann)

Author:  Bjarki [ Sun 02. Mar 2003 13:25 ]
Post subject: 

Gott mál.
Tíminn læknar öll sár :oops:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/