bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Flott síða hérna
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9348
Page 1 of 2

Author:  sindri [ Sun 20. Feb 2005 23:28 ]
Post subject:  Flott síða hérna

Langar bara óska mönnum til hamingju með hrikalega góða síðu hérna, er búinn að vera skoða þennan vef svolítið og verð bara koma á framfæri stóru hrósi :D

Keypti mér 325 cabrio 1987 model sem var klesstur á afturbretti og hurð farþegamegin. Hef verið að gera greyið klárt fyrir sprautun er samt búinn að vera frekar latur eftir áramót og er að bíða eftir að fá hörkukláran sprautara til að klára greyið..
Hafa einhverjir hér flutt inn bodykit frá deutchland??? Var að skoða flott kit á ebaymotors.de fyrir undir 400 euro (innifalið fram og afturstuðari+sílsar)
Endilega ef ehv hefur vit á þessu td hvar er best að versla og sbr verð og gæði og hver heildarkostnaður er hingað komið látið vita..

sææælaar :D

ap-styling.de
planet-tuning.de

Author:  gunnar [ Sun 20. Feb 2005 23:41 ]
Post subject: 

Vertu velkominn, endilega drífa myndir af kvikindinu og leyfa okkur að fylgjast með. Svo bara mæta á samkomur og sjá fleiri flotta kagga 8)

Author:  Arnar [ Sun 20. Feb 2005 23:53 ]
Post subject: 

Þetta er þrusu síða :)

Velkominn !

Author:  sindri [ Sun 20. Feb 2005 23:56 ]
Post subject: 

jæja eru ehv skemmtileg project í gangi hérna?? Væri gaman að sjá hvaða verkefni menn eru að vinna að? Endilega sendið ehv skemmtilega linka ef verið er að vinna að ehv áhugaverðu (helst E30,E36) :o

Author:  jens [ Mon 21. Feb 2005 08:20 ]
Post subject: 

Velkominn á spjallið og þú hefur fengið PM.

Author:  gstuning [ Mon 21. Feb 2005 08:58 ]
Post subject: 

Þessi blæju bíll er sá sem ég flutti inn og var svo keyrt á mig á,,

Ég heimta að hann verði fínn og haldið við..

Author:  sindri [ Mon 21. Feb 2005 20:14 ]
Post subject: 

Já ég frétti að það hefði verið svakasleggja í honum hjá þér áttu ehv myndir af honum frá því að þú áttir dýrið

Author:  Djofullinn [ Mon 21. Feb 2005 20:23 ]
Post subject: 

sindri wrote:
Já ég frétti að það hefði verið svakasleggja í honum hjá þér áttu ehv myndir af honum frá því að þú áttir dýrið

Er ennþá planið að setja 1,8 í hann :? Synd að breyta 325 í 318 :lol:

Author:  gstuning [ Mon 21. Feb 2005 22:27 ]
Post subject: 

sindri wrote:
Já ég frétti að það hefði verið svakasleggja í honum hjá þér áttu ehv myndir af honum frá því að þú áttir dýrið


leitaðu bara á spjallinu þú finnur það,
meira segja til video ef mér í honum að slide-a og burna á auto-x móti

Author:  jens [ Tue 22. Feb 2005 09:13 ]
Post subject: 

sindri ertu með e-mail til að senda þér myndir á.

Author:  sindrib [ Tue 22. Feb 2005 17:53 ]
Post subject: 

sæll nafni. 8)
ég er með verkefni en það er reyndar ekki bmw og ég á fáar myndir.
hvar ertu á landinu/utanlands?

Author:  Deviant TSi [ Tue 22. Feb 2005 18:12 ]
Post subject: 

hvað eru endalausir Sindrar hérna? Ég heiti líka Sindri :D

og ég sem hélt að ég væri spes.. :cry:

Author:  sindri [ Tue 22. Feb 2005 19:13 ]
Post subject: 

Já emailiið hjá mér er sindri.mar@visir.is
Jú endilega sendið myndir og ehv fleira skemmtilegt
Nei ég er nú bara í Hafnarfirði.. Þetta með 1.8 vélina er soldið leiðinlegt því hún er nýkomin í en fer strax úr aftur, er komin með 325mótor+gírkassa sem fer í vonandi fyrir sumarið, ef ehv vantar 1.8 mótor+gírkassa þá endilega tala við mig, gæti fengist í staðinn fyrir að hleypa mér öðru hvoru uppa bílalyftu eða í staðinn fyrir aðstoð við að swappa 8).. Flott að fá svona góðar viðtökur

Author:  sindrib [ Tue 22. Feb 2005 19:17 ]
Post subject: 

ég er lika í hfj, ertu búinn að eiga heima hér lengi?
man ekki eftir neinum sindra hér sem ég þekki ekki :wink:

Author:  Tommi Camaro [ Tue 22. Feb 2005 19:19 ]
Post subject: 

með e36 sem átti bara að vera smá verkefni en varð eilífaðar verkefni. tekk myndir brátt

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/