bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bara svona að ganni... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=934 |
Page 1 of 2 |
Author: | Raggi M5 [ Fri 28. Feb 2003 23:14 ] |
Post subject: | Bara svona að ganni... |
Hvaða bíll fynnst ykkur vera flottastur í þessum ágæta klúbb okkar? Sá svipaða spurningu á L2C, gaman að sjá hvað aðrir segja ![]() |
Author: | GHR [ Fri 28. Feb 2003 23:17 ] |
Post subject: | |
I'll pass |
Author: | bebecar [ Sat 01. Mar 2003 00:45 ] |
Post subject: | |
Ég skal alveg svara þessu! Mér finns sexan hans Sæma sennilega flottasti bíllinn... einnig finnst mér hvíta E21 323i bíllinn flottur, 323 hans Bjahja og minn auðvitað.... Það eru margir fleiri hér sem mér finnst góðir, Svezel (Renaultinn meira að segja líka) M5 bílarnir eru allir nokkuð góðir en auðvitað finnst mér minn flottastur (duh - finnst ekki öllum sinn flottastur?) Sjöurnar eru oft flottar, átturnar og bara allir bimmar! E30 bílar finnst mér mjög flottir. í rauninni finnst mér allir vel með farnir lítið breyttir bimmar flottir! |
Author: | arnib [ Sat 01. Mar 2003 01:45 ] |
Post subject: | |
Þú ert soldið grófur bebecar að segjast ætla að taka það á þig að svara þessari erfiðu spurningu, en segja síðan að það séu allir flottastir!! ![]() Það er nú svarið sem má ekki, og það sem gerir spurninguna erfiða til að byrja með ![]() |
Author: | Svezel [ Sat 01. Mar 2003 02:06 ] |
Post subject: | |
Ég vil nú halda því fram að sexan hans Sæma sé fallegasti bíllinn á landinu og þannig fallegasti bíllinn í klúbbnum líka. Annars er ég einstaklega hrifinn að E34 M5unum, 328 bílnum hans hlynurst og 750 bílnum hans BMW 750IA ásamt því að finnast gamli minn nokkuð flottur ![]() ![]() Svo eru náttúrlega flestir bimmar flotttir ![]() |
Author: | hlynurst [ Sat 01. Mar 2003 02:27 ] |
Post subject: | |
Það eru margir ótrúlega fallegir bílar hér í klúbbnum! Og einnig eru nokkrir bílar sem er verið að taka í gegn og endurnýja þannig að þeir verða eins og nýjir. Gamlir BMW-ar eru nánast að verða sjaldgæfir vegna þessa... ![]() |
Author: | Djofullinn [ Sat 01. Mar 2003 06:51 ] |
Post subject: | |
Mér finnst M5-inn þinn Raggi og 6-an hans Sæma flottustu bílarnir hérna |
Author: | saemi [ Sat 01. Mar 2003 08:45 ] |
Post subject: | |
Jæja, ég þori þá núna að segja að mér finnst sexan fallegust. ![]() Sorrí, en ég hef bara alltaf verið veikur fyrir þessum bílum. En þess utan finnst mér 3.0Cs bíllinn ljósblái á topp 5. Svo er það sennilega E34 M5 bílarnir. Bíllinn hans Bebecar er nú sennilega fallegastur af þeim hérna hvað mér finnst. Finnst felgurnar á honum passa best. Annars vildi ég sjá svoleiðis bíl með nýja framendanum í bláum lit, með svörtu leðri. Sæmi |
Author: | iar [ Sat 01. Mar 2003 10:44 ] |
Post subject: | |
Vonandi fær sexan hans Sæma góða samkeppni frá 2000CA bílnum. ![]() |
Author: | Jói [ Sat 01. Mar 2003 15:23 ] |
Post subject: | |
Gríðarlega erfitt að gera upp á milli. En sæti númer 1 er alveg öruggt. Sexan hans Sæma er númer eitt. Ótrúlega fallegur bíll. Annars eru allir Bílarnir hérna flottir. Aðrir sem ég nefni: e39 Propane (ég er gríðarlega mikill aðdáani e39), gamli e39 hans Svezel, 323 hans BjaHja, e36 coupé Rafn Arna, e36 328 Hlynurst, M5-inn hans Bebecar (álfelgurnar smellpassa) og Clioinn hans Svezel (allt í lagi að nefna Renault, því að BMW og Renault eru báðir hjá B&L ![]() Ég er undir áhrifum frá e36 þessa daganna því ég er mikið að leita mér að þannig. ![]() Síðan er e32 7-urnar líka flottar, sérstaklega bíll gauijul. En það vantar alveg e38? Á enginn hérna BMW e38? Kannski ég verði bara að gera eitthvað í því. ![]() ![]() Bebecar wrote: Það eru margir fleiri hér sem mér finnst góðir, Svezel (Renaultinn meira að segja líka) M5 bílarnir eru allir nokkuð góðir en auðvitað finnst mér minn flottastur (duh - finnst ekki öllum sinn flottastur?)
Ekki í mínu tilviki. Mér finnst Mazdan mín alls ekki flottust. |
Author: | Kull [ Sat 01. Mar 2003 16:33 ] |
Post subject: | |
Tja, mér finnst E34 M5 bílarnir náttúrulega allir mjög flottir og einnig E39 M5 bílinn hans Pálma. Sexan hans Sæma og einnig 850 bíllinn og nokkrir 750. Annars finnst mér alltaf voða erfitt að velja svona. Svo hefur maður því miður ekki skoðað flesta bílana mjög vel, á þessum samkomum okkar hefur yfirleitt verið slöpp mæting eða ömurlegt veður. Það er alltaf erfitt að dæma bíla út frá ljósmyndum finnst mér, mar verður að geta skoðað þá almennilega ![]() |
Author: | Djofullinn [ Sat 01. Mar 2003 17:49 ] |
Post subject: | |
Úpsv verð að bæta bílnum hans Stefáns inn ![]() |
Author: | íbbi [ Sun 02. Mar 2003 19:17 ] |
Post subject: | |
hmm ég stend á gati.. ætli að það sé ekki m5-inn hans ragga en mér finnst felgunar og að hann er ekki með gráu kitti gera mikið fyrir bílin en annars finnst mér allir e34 m5 arnir í þessum klúbb alger snilld..og mjög erfitt að gera uppá milli.. 6an hans sæma finnst mér mjög flott þá meina ég MJÖG flott en það er enmitt frekar mikið sagt úr mínum munni því að mér finnst 6ur bara alls ekki fallegir´bílar.. en þessi er bara sjúk nær ekkert lengra en það ![]() en annars get ég eila bara ekki valið.. mér finnst þetta allt flottir bílar |
Author: | bebecar [ Mon 03. Mar 2003 10:10 ] |
Post subject: | |
Hey... ég sagði að sexan hans Sæma væri fallegust og að það væru margir aðrir fallegir! Ég braut allavega ísinn ![]() Mér finnst reyndar ljósblái 3.0 CS bíllinn líka mjög fallegur en það er kannski líka bara vegna þess að hann er svo gamall OG svo vel farinn! |
Author: | arnib [ Mon 03. Mar 2003 12:39 ] |
Post subject: | |
Ég er bara að fíflast í þér bebecar ![]() Það er satt, þú braust ísinn. Segðu mér, þessi 3.0CS bíll sem þú ert að tala um, hver á hann? Og veistu hver á 2,5 bílinn (E9?) sem er uppi á höfða alltaf og í geðveikt fínu ástandi? Ekki er hann í klúbbnum? ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |