bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Verð á 318. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9339 |
Page 1 of 1 |
Author: | Þórir [ Sat 19. Feb 2005 19:37 ] |
Post subject: | Verð á 318. |
Sælir. Nú ætlaði ég að spyrja þá ykkar sem mest haf fylgst með verðum á BMW um ráð. Félagi minn er að spá í E-36, 318, bíl 1998 módel, ekinn 124.000 km. Bíllinn er að mörgu leyti fallegur, helst ber þó að nefna að hann er leðraður og með lúgu, sem vegur soldið upp þessa litlu vél. Bíllinn virðist þá vera vel haldinn, nýskoðaður. Þá er hann á fimmtán tommur orginal álfelgum með ágætis dekkjum. Hann fékk tilboð um bílinn á 1260, en þá væri búið að gera við smá ryðskemmd á síls sem og eitthvað smá bögg í stýri. Hvernig hljómar það í eyru kraftsfélaga? Sanngjarn prís? |
Author: | Benzari [ Sat 19. Feb 2005 19:39 ] |
Post subject: | |
Nei |
Author: | hlynurst [ Sat 19. Feb 2005 19:41 ] |
Post subject: | |
Það finnst mér allt of mikið þegar hann getur fengið aðeins eldri 328 í staðin. ![]() |
Author: | Gunni [ Sat 19. Feb 2005 19:57 ] |
Post subject: | |
Ef hann hefur áhuga á að eignast góðan BMW með 6 cyl vél getur hann það auðveldlega á þessu verðbili. Það er reyndar hæpið (man ekki eftir mörgum til sölu) að hann finnist á íslandi (m.v. svipaða árg.) en t.d. getur hann látið flytja inn. Ef hins vegar hann vill bara 4 cyl þá mundi ég segja að verðið sé í það hæsta. Það er auðvitað m.v. það að hægt er að fá kraftmeiri bíla að utan á svipuðu verði. Ef málið er að 4 cyl eigi að eyða minnu og svona, þá munar ekki mjög miklu á þeim, en fer allt eftir akstri ![]() |
Author: | Þórir [ Sat 19. Feb 2005 20:15 ] |
Post subject: | |
Já. Of mikið. Mér fannst þetta í það mesta en þetta er auðvitað ´98 model. Svo fannst mér það hífa hann soldið upp, lúga, hvítt leður...... Annars er þessi félagi minn þannig týpa að hann er að leita eftir bíl sem hann getur tekið gegn yfirtöku og þessi passar í þá skilmála. Þó svo að felstir hérna, og undirritaður, myndu eflaust fara í að leita að 6 cyl. og flytja jafnvel inn rétta bílinn er hann ekki þannig týpa. Þetta með eyðsluna er líka alveg rétt, virðust muna svakalega litlu á vélarstærðum. Hvað þætti ykkur ásættanlegt fyrir bílinn? |
Author: | Spiderman [ Sun 20. Feb 2005 13:28 ] |
Post subject: | |
Ég er kominn með hundleið á E36, ég tæki E30 eða E46 miklu frekar:!: E46 er svo miklu fallegri og skemmtilegri bíll að mínu mati Myndi t.d skoða þennan http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&B ... _ID=294296 |
Author: | Gunni [ Sun 20. Feb 2005 13:47 ] |
Post subject: | |
Spiderman wrote: Ég er kominn með hundleið á E36
![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |