bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Varðandi þrif. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9330 |
Page 1 of 2 |
Author: | Þórir [ Thu 17. Feb 2005 19:16 ] |
Post subject: | Varðandi þrif. |
Nú er ég aldeilis í vandræðum. Þannig er mál með vexti að þegar ég fékk bílinn minn var hann afskaplega ill bónaður og hafði greinilega ekki verið bónaður lengi. Síðan þá hef ég bónað hann nokkrum sinnum en aldrei með "alvöru bóni", frekar með bónum í klassa með Sonax Hard Wax. Núna er ég að lenda í því að gríðarleg tjara liggur utan á bílnum og gengur mér gríðarlega illa að ná henni af, er búinn að gluða á hann tjöruhreinsi og taka bílinn með háþrýstidælu en enn eru heilu tjöruflekkirnir á bílnum, en þar sem lítil bónhúð er á bílnum virðist tjaran loða svakalega við. Spurning min er því þessi. Hvernig teljið þið að ég ætti að þvo bílinn með það að markmiði að ná allri tjöru af bílnum, svo ég geti nú klínt á hann einhverju góðu bóni í framhaldi af því. Það er náttúrulega ekki hægt að hafa bílinn svona. |
Author: | Duce [ Thu 17. Feb 2005 19:39 ] |
Post subject: | |
sonax hardwax og smá þolinmæði eða acrysol rennbleyta tusku í hardwax .. bera á allan bílinn og láta liggja í c.a. 5-10 mín .. fara svo að nudda eitt svæði fyrir sig.... ég hef lentí þessu og þetta er soldil vinna en það þarf að gera þetta ![]() |
Author: | Vargur [ Thu 17. Feb 2005 19:50 ] |
Post subject: | |
Hreint white spirit (´t.d. málningarþynnir, fæst í málningarvöruverslunum) eða hreint aceton (fæst í apótekum, þarft að spyrja um það) borið í mjúka tusku og nuddað. |
Author: | Lindemann [ Thu 17. Feb 2005 19:51 ] |
Post subject: | |
Dúfan wrote: Hreint white spirit (´t.d. málningarþynnir, fæst í málningarvöruverslunum) eða hreint aceton (fæst í apótekum, þarft að spyrja um það) borið í mjúka tusku og nuddað.
skemmir það ekki lakkið? |
Author: | srr [ Thu 17. Feb 2005 19:56 ] |
Post subject: | |
Sterkustu tjöruhreinsar framleiddir á íslandi í dag eru um 90% white spirit ![]() |
Author: | Jökull [ Thu 17. Feb 2005 20:19 ] |
Post subject: | |
Duce wrote: sonax hardwax og smá þolinmæði
eða acrysol rennbleyta tusku í hardwax .. bera á allan bílinn og láta liggja í c.a. 5-10 mín .. fara svo að nudda eitt svæði fyrir sig.... ég hef lentí þessu og þetta er soldil vinna en það þarf að gera þetta ![]() Ég mæli nú frekar með þessu heldur enn einhverju fúski.Bara nudda hardwaxið VEL svo bara bóna hardwaxið í burtu með öðru bóni ![]() |
Author: | Einsii [ Thu 17. Feb 2005 20:35 ] |
Post subject: | |
hard wax er snilld á tjöruna.. það er bara einsog einthver sagði.. það þarf þolinmæði til |
Author: | Thrullerinn [ Thu 17. Feb 2005 21:24 ] |
Post subject: | |
Mæli með þvottastöðinni niður í Holtagörðum, mjög öflugur tjöruleysir og góð háþrýstidæla með volgu vatni. Það er nóg að kaupa bara "shortara" eða "lítill bíll", þetta er einhver 400 kall. Ég kaupi alltaf nokkra peninga í senn og nota síðan 1-2 í hvert skipti sem ég fer.. |
Author: | gstuning [ Thu 17. Feb 2005 21:46 ] |
Post subject: | |
Sonax hardwax í tjöruleysinguna #1 og klikkar aldrei |
Author: | Svezel [ Thu 17. Feb 2005 22:20 ] |
Post subject: | |
Brútus, Sonax bílasápu og svamp. Taka svo létta umferð með Sonax Hard wax eða álíka þegar bíllinn er orðinn þurr. |
Author: | oskard [ Thu 17. Feb 2005 22:25 ] |
Post subject: | |
ég nota alltaf olíuhreinsi og tusku og skola síðan og bóna yfir... veit ekki hvort það sé gott eða slæmt fyrir lakkið... sér ekkert á bílnum hingað til allavegana ![]() |
Author: | Tommi Camaro [ Thu 17. Feb 2005 22:25 ] |
Post subject: | |
Jökull wrote: Duce wrote: sonax hardwax og smá þolinmæði eða acrysol rennbleyta tusku í hardwax .. bera á allan bílinn og láta liggja í c.a. 5-10 mín .. fara svo að nudda eitt svæði fyrir sig.... ég hef lentí þessu og þetta er soldil vinna en það þarf að gera þetta ![]() Ég mæli nú frekar með þessu heldur enn einhverju fúski.Bara nudda hardwaxið VEL svo bara bóna hardwaxið í burtu með öðru bóni ![]() hvað meinaru fúski??? sonax hard wax mattar bíla með glæru fyrir mér er það bara góður felguhreinsir skola bílinn fyrst til að losana við sand síðan er það bara olíuhreinsir og svampur ![]() |
Author: | Jökull [ Thu 17. Feb 2005 22:47 ] |
Post subject: | |
Lang best að mínu mati er að setja tjöruhreinsir með sápu á þurran bílinn og bíða í 2mín. Eða olíuhreinsir og granít brútus (blandað 1 hluti brútus á móti 4 hlutum vatns) saman yfir og bíða í svona 2 mín, (ekki láta þorna á)og svo skola vel með háþrýstidælu, þá er nánast eingin tjara eða skítur eftir á bílnum, svampa svo bílin líka. ![]() ![]() |
Author: | Bjarki [ Fri 18. Feb 2005 00:05 ] |
Post subject: | |
Ég myndi blanda sám turbo 2000 tjöruhreinsi til helmings við vatn (vanaleg vetrarblanda hjá mér er 1/3 en sumarblanda 1/4) Láta þetta liggja á bílnum í svona 10 mín og skola hann svo með vel hreinum kústi eða úða með háþrýstidælu, eftir því hvað þú vilt. Svo nota tjöru og silicone hreinsi sem fæst í öllum sprautuverslunum, kostar um 700 líterinn. Og skipta bara um pappír þegar hann er orðinn skítugur. Held að þetta sé svona mest pro að nota efni sem er til að hreinsa lakk og grunn og allt það sem á að sprauta. Þetta efni leysir ekki upp lakkið. |
Author: | Deviant TSi [ Fri 18. Feb 2005 00:27 ] |
Post subject: | |
Ég myndi blanda saman flösku af gini í slatta af sprite (sirca 1/3), hella því í mig og gleyma þessu bílaþvottaveseni. Fara síðan með bílinn á bónstöð daginn eftir. ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |