bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Dópride or not ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=930
Page 1 of 1

Author:  GHR [ Fri 28. Feb 2003 13:35 ]
Post subject:  Dópride or not ?

Alveg ótrulega margir sem hafa skoðað bílinn minn, halda að þessi bíll hafi verið viðráðinn í Stóra dópistamálinu (hvað sem það nú er)
Það eru allir að spyrja mig hvort þetta sé ekki hann og margir staðhæfa það (einn vinnufélagi minn sagðist vera 90% viss um að þetta sé hann) En ég get ekki neitað því, því ég veit ekki sögu bílsins né neitt.
Veit eitthver hvað þetta ''Stóra Dópistamál'' er og hvenær það var o.s.frv.

Daníel, veistu þú etthvað um sögu bílsins??? Af hverjum keyptiru hann?
Síðan langaði mig líka alltaf að spyrja þig en gleymdi :oops: ''Varadekkið'' í skottinu (Pirelli P6000) þetta haugvírslitna og felgann á því, var það nokkuð á þegar þú keyptir hann eða tók fyrri eigandi þau af???

Bíllinn minn er nú ekki það dópistalegur, vantar enn djúpu felgurnar og filmur :wink: Löggan er bara búinn að stoppa mig einu sinni út af númeraplötunni (eða rétt : númeraplötunni sem vantar að framan)

Author:  bebecar [ Fri 28. Feb 2003 13:54 ]
Post subject: 

Ég held það þurfi nú lítið meira en svartann bimma og skyggðar rúður til að fá stimpilinn sko :wink:

Ég held ég hafi tekið eftir þér í gær... við ættum að vinka svona öðrum bimmum þegar við mætum þeim! :mrgreen:

Author:  Djofullinn [ Fri 28. Feb 2003 13:59 ]
Post subject: 

Humm það sem ég veit er að Máni Andersen úr Hafnarfirðinum átti hann og jú hann var nú eitthvað viðriðin dóp en ég veit ekkert hvort hann hafi eitthvað tengst þessu "stóra" máli, held að hann hafi ekki átt bílinn þegar það mál var í gangi :)

Og ég veit ekkert um þetta varadekk, það hefur bara verið í skottinu síðan ég keypti hann.

Author:  Vargur [ Fri 28. Feb 2003 13:59 ]
Post subject: 

Þetta er frábær hugmynd með vinkið, það er eins og hjá okkur mótorhjólamönnum, það heilsast allir þegar þeir mætast hvort sem þeir þekkjast eða ekki.

Author:  GHR [ Fri 28. Feb 2003 14:00 ]
Post subject: 

Já, eða bara þeyta flautuna (HONK HONK) :lol:
Það var nú gamall BMW (reyndar einn af virkilega ljótum :oops: ) sem ég mæti á Miklubrautinni, fullur af strákum sem flautuðu á mig og gáfu mér thumbs up :D
Bara gaman!!!! :D

Hef tekið eftir því að þýsku bílarnir eru mjög miklir vinir (í Vinaskóginum), þeir eru alltaf nánsast einu bílarnir sem blikka mann þegar maður ''gleymir'' að kveikja ljósin.

* Á eitthver hérna á þessari síðu 325 IX BMW sem var að rúnta fyrir aftan mig á LAugaveginum í gær?? Var gull/bronz litaður með svartar rúður. Bara ágætlega smekklegur, held að hann hafi verið að otra mér í spyrnu.

Author:  arnib [ Fri 28. Feb 2003 14:40 ]
Post subject: 

Þetta er frábær hugmynd!!!
Við þurfum að velja okkur bara bmwkraft múvið. :)

komiði með hugmyndir :P
Er kannski til eitthvað ákveðið merki sem er notað almennt og ég sem bmw fan ætti að vita það ?

:roll:

Author:  siggiii [ Fri 28. Feb 2003 23:08 ]
Post subject: 

Mér líst vel á að nota hornið (honk honk)
þá líka tekur fólk eftir þessari gagnkvæmu virðingu.

Author:  saemi [ Fri 28. Feb 2003 23:22 ]
Post subject: 

Æj nei.. ekki flauta. Það er svo pirrandi.

Ég mun aldrei flauta til að segja hæ. En veifa eða blikka, það er annað mál.

Sæmi

Author:  Logi [ Sat 01. Mar 2003 00:47 ]
Post subject: 

Blikka stefnuljósunum einu sinni, til vinstri, þegar við mætumst!!!

Author:  hlynurst [ Sat 01. Mar 2003 02:21 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Æj nei.. ekki flauta. Það er svo pirrandi.


Nákvæmlega! Maður flautar þegar maður er pirraður... :wink:

Author:  íbbi [ Sun 02. Mar 2003 18:50 ]
Post subject: 

stóra fíkniefnamálið svokallaða var hér fyrir nokkrum árum og þar voru teknir fyrst um sinn 3 bmw-ar, einn 750ial sem var auðþekkjanlegur á númerinu "750IAL" síðan var einn svartur á felgum sem maður sér oft undir E34 m5 sona snúnar einhvenrveginn. og 3jiu bíkllin var bara svört "dökk" 7a úr vestmanneyjum minnir mig sem einn af þeim sem átti hlut að máli var með í rvk fyrir skyldfólk sitt til að selja hann.

máni var eftir því sem ég best veit ekkert tengdur þessu máli,

það þarf nú ekki einu sinni bmw til að búa til ranghugmyndir.. löggan stoppar mig oftast á maximuni finnst þetta ekki eðlilegur bíll fyrir stráka á mínum aldri..

Author:  Bjarki [ Sun 02. Mar 2003 20:01 ]
Post subject: 

Ég hef ekki ennþá verið stoppaður á mínum, vantar örugglega djúpar 17" felgur og dökkar rúður. Svo er ég nú reyndar ekki mikill rúntari enda kominn af þeim aldri.

Author:  Propane [ Mon 03. Mar 2003 09:40 ]
Post subject: 

Þetta voru ca 10stk 7seríu bílar, held að þeir hafi flestir verið 750iAL og Svartir. Voru seldir á Vöku allt fram í apríl 2001. (Held ég sé að fara með rétt mál hér.)

Author:  Dori-I [ Mon 03. Mar 2003 12:03 ]
Post subject: 

þessi sjöja sem var tekin hér í eyjum var tekinfyrir feil og var alldrei skilað... þannig var það að frændi eigandans var´flæktur í þetta mál og löggan taldi víst að þessi bíll hefði eikkað með málið að gera og eigandin væri bara að geima hann fyrir hinn... en oftar en ekki viðurkenndi löggan ekki mistök sín og bílnum var ekki skilað :(

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/