bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Slit á leðri...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9228
Page 1 of 1

Author:  Sindri Svan [ Tue 08. Feb 2005 15:56 ]
Post subject:  Slit á leðri...

Góðan og blessaðan daginn!
Þetta er minn fyrsti póstur á spjallinu, enda er ég nýbakaður og stoltur BMW eigandi! Ég byrja nú bara lítið í 318is en sá bíll afkastar nú 140 hestum! :)
Allavega! Þá er slit á stýrinu, og ég hef ekki beint efni á að fara að kaupa nýtt sportstýri í kvikindið(34.900kr) því var ég að pæla hvort að það sé ekki einhver hérna í borginni sem lagar svona lagað?
Sömuleiðis er slit á gírhnúðnum en ég kaupi hann líklega bara.

Author:  Djofullinn [ Tue 08. Feb 2005 15:57 ]
Post subject:  Re: Slit á leðri...

Sindri Svan wrote:
Góðan og blessaðan daginn!
Þetta er minn fyrsti póstur á spjallinu, enda er ég nýbakaður og stoltur BMW eigandi! Ég byrja nú bara lítið í 318is en sá bíll afkastar nú 140 hestum! :)
Allavega! Þá er slit á stýrinu, og ég hef ekki beint efni á að fara að kaupa nýtt sportstýri í kvikindið(34.900kr) því var ég að pæla hvort að það sé ekki einhver hérna í borginni sem lagar svona lagað?
Sömuleiðis er slit á gírhnúðnum en ég kaupi hann líklega bara.
Þú getur keypt bara leðrið utan um stýrið. Ættir að athuga hvað það kostar ;)

Author:  Sindri Svan [ Tue 08. Feb 2005 15:58 ]
Post subject:  Takk fyrir það!

Þessu var fljótt svarað og takk fyrir það!
ég tékka á því ;)

Author:  arnib [ Tue 08. Feb 2005 16:08 ]
Post subject: 

Einnig gætiru prufað að auglýsa hérna á spjallinu eftir stýri (þó að þessi þráður sé í raun búinn að því), því að mig grunar að það leynist örugglega flott stýri hérna á mun minna verð :)

Author:  saemi [ Tue 08. Feb 2005 17:12 ]
Post subject: 

Það er pottþétt ódýrara að kaupa nýtt notað stýri heldur en að kaupa leður og láta klæða stýrið upp á nýtt. Þú getur að vísu fengið svona kit sem þú vefur sjálfur, eins og er nýbúið að vera að tala um hér. En það verður aldrei jafn gott og flott og original.

Þú getur búist við að þurfa að borga svona 15þús ef þú kaupir M-tec II sportstýri á Ebay, og svona 8-10 fyrir venjulegt sportstýri. Þá er ég að tala hingað komið.

Author:  oskard [ Tue 08. Feb 2005 17:16 ]
Post subject: 

það hafa margir e30 gaurar tekið sig til og keypt alacantra efni og
sniðið eftir leðirinu og saumað það sjálfir á. Það er mun auðveldara
en leðrið að sauma og kemur mjög vel út ef klár saumari
er á ... bak við .. nálina :lol:

Author:  Einsii [ Tue 08. Feb 2005 19:19 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn Sindri!!.. You'r going to love it. 8)

Author:  jonthor [ Tue 08. Feb 2005 20:13 ]
Post subject: 

Jámm, ég var að enda við að gera þetta hjá mér og er ótrúlega ánægður með útkomuna, ég tók myndir á símann minn þegar ég var að gera þetta en þær eru slæmar. Ég tek kannski nýja mynd af þessu við tækifæri. Eins og Sæmi segir þá er þetta ekki eins flott og nýtt stýri augljóslega, en þetta var framar mínum björtustu vonum, ég er ótrúlega ánægður með þetta.

Þetta er alveg nákvæmlega eins og á myndinni, nema svart.

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=9066

Author:  Sindri Svan [ Wed 09. Feb 2005 09:34 ]
Post subject:  Ebay...

Takk fyrir það Einsi minn! Hver segir að ég sé ekki loving it already ;)
Ætli maður skoði þá ekki E-bay... Ég er skelfilegur saumari og ég vill hafa stýrið óaðfinnanlegt :)
Kaupi bara Sportstýri eins og er í bílnum, nema að M-stýrið sé ómerkt M... Myndi t.d. ekki kaupa mér M-gírhnúð þar sem það stendur M á honum :)

E-bay it is, þið látið samt bara vita ef að þið eigið flott og gott stýri sem þið viljið losna við fyrir lítið sem ekkert :D

Author:  ta [ Thu 10. Feb 2005 00:21 ]
Post subject: 

Image

http://www.bmautosport.co.uk/detail.php?siteid=88

kannski þú finnir eitthvað þarna ...

Author:  jonthor [ Thu 10. Feb 2005 07:50 ]
Post subject: 

En þegar maður kaupir svona notað stýri, er nokkuð víst að maður finni mikið betra en sitt eigið? Verður leðrið ekki orðið svipað mjög fljótt?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/