bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Reynsluakstur...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9199
Page 1 of 2

Author:  Eggert [ Sat 05. Feb 2005 20:02 ]
Post subject:  Reynsluakstur...

Sælir drengir..

Ég fór í dag að reynsluaka 520iA E39 bíl, '97 og ekinn soldið mikið, eða um 180þ km. Bíllinn er sjálfskiptur, 150hoho, og ógeðslega þægilegur í akstri. Algjör draumur að keyra þetta, nóg pláss(ég er frekar stór svo það er kostur), og síðan hef ég soldið fetish fyrir topplúgum. Þessi er með rafdrifnum toppara. Það er rafmagn í rúðum frammí og speglum, en ekki í afturrúðum. Svo þetta er ekki beint dýr týpa.

Ég er að spá í að kaupa þennan bíl, en er þó pínu smeykur með sjálfskiptinguna. Þó bíllinn sé ekkert haugekinn, þá eru þessar sjálfskiptingar ekkert ódýrar í uppgerð ef svoleiðis þarf. Mynduð þið hræðast eitthvað þennan akstur, að því gefnu að bíllinn er 100% original?

Þegar ég tók af stað, þá kipptist hann ekkert af stað heldur var svona einsog hann væri að snuða til að byrja með. Veit ekki hvort þetta sé fyrir 'easy start' eða bara snuð í skiptingunni. Þeir sem eiga/hafa átt 520/523/528 IA gætu kannski commentað á það. Hvort skiptingin s.s. stökkgrípi og rífi sig áfram í upptaki eða taki bara einfaldlega rólega af stað.

Bíllinn er fluttur inn '01, og aðeins einn eigandi síðan þá. Hann var ekinn 130þ þegar hann kom til landsins. Semsagt 50 þúsund km.

Og að lokum, hvað mynduð þið halda að væri sanngjarnt verð fyrir svona ride?

:wink:

Author:  Farinn [ Sat 05. Feb 2005 22:17 ]
Post subject: 

Þetta er nú svosem enginn rosalegur akstur miðað við að þetta er 8 ára gamall bíll þá er þetta akstur upp á um 22.500 á ári! En ég myndi nú fara með hann í ástandsskoðun og fá að sjá þjónustubók með honum! Einnig hlýtur eigandinn að hafa einhverja skrá yfir hvað hann hefur gert í bílnum síðan 2001 og líka hvort hann hafi verið smurður reglulega! Varðandi verðið þá snýst það nú allt um ástand bílsinis í heildina útlitslega og vélarlega!

kveðja

Author:  Eggert [ Sun 06. Feb 2005 00:16 ]
Post subject: 

Vélin sjálf mallar einsog kettlingur og togar fínt í akstri. Og það er ósköp lítið sem þessir jólasveinar í 'ástandsskoðun' geta gert. Þeir geta í mesta lagi þjöppumælt bílinn.

Ég veit samt að bíllinn var yfirfarinn vel hjá stóru bílaumboði fyrir mánuði síðan, svo ég hef ekki miklar áhyggjur svosem nema útaf sjálfskiptingunni. Og jú, svo vantar mig að vita hvað þið mynduð láta fyrir svona.

Author:  MrManiac [ Sun 06. Feb 2005 03:08 ]
Post subject: 

Miljón ellefu hundruð....þúsund

Author:  iar [ Sun 06. Feb 2005 14:54 ]
Post subject:  Re: Reynsluakstur...

Eggert wrote:
Þegar ég tók af stað, þá kipptist hann ekkert af stað heldur var svona einsog hann væri að snuða til að byrja með. Veit ekki hvort þetta sé fyrir 'easy start' eða bara snuð í skiptingunni. Þeir sem eiga/hafa átt 520/523/528 IA gætu kannski commentað á það. Hvort skiptingin s.s. stökkgrípi og rífi sig áfram í upptaki eða taki bara einfaldlega rólega af stað.


Ég myndi halda að það væru nóg af 520i bílum á bílasölum þannig að er ekki bara frekar málið að leita aðeins lengur, skoða aðra til að vera alveg 100% viss að vera kominn með gott eintak?

Author:  Bjarki [ Sun 06. Feb 2005 16:20 ]
Post subject: 

Ef maður bara gefur mjög létt inn þá fer hann af stað silkimjúkt og skiptir mjúklega á milli gíra. Sjálfskiptingin er náttúrlega skynvædd þegar hún er í D en svo þegar maður stillir í sport/steptronic eða sport eftir því hvort það sé steptronig í þessum bíl þá rífur hann meira í og svo getur þú prófað að nota kickdown takkann undir bensíngjöfinni og láta skiptinguna rífa í og finna hvernig hún gerir það. Einnig gott að "handskipta" bílnum til að finna hvernig skiptingin er að virka. Maður hefur lesið um bilaðar sjálfskiptingar í m50/m52 bílum. En það er náttúrlega eins og með allt annað það getur allt bilað maður verður bara að fara yfir söguna prófa gripinn og hugsa vel um hann og hafa gaman.
Ef bíllinn er nýlega skoðaður þá er lítið sem bætist við í ástandsskoðun nema lakkþykktarmæling og lamda gildið. Annað sem er ekki í aðalskoðun en í ástandsskoðun er meira eitthvað sem maður getur prófað sjálfur.

Author:  Svezel [ Sun 06. Feb 2005 16:39 ]
Post subject: 

Ég átti '98 E39 520iA í eitt ár og þetta eru fínir bílar, sérstaklega á ferðinni, en þeir eyða ansi mikið miðað við afköst. Minn var að eyða(nota) yfir 13l/100km og það er ekki langt frá því sem 540 er að nota.... :?

Þessir bílar eru langt frá því að vera röskir af stað og ég held að þetta snuð sem þú ert að tala um sé bara eðlilegt, mig minnir að minn hafi verið svona. Þessi bílar eru rosalega góðir á ferðinni og eyða þá mjög hóflega svo ekki sé meira sagt.

Það fyndna er að stuttu eftir að ég seldi minn þá prófaði ég með félaga mínum alveg topp eintak af 528iA og mér fannst hann bara ekkert mikið sprækari en minn gamli sem var með superchips og K&N... Gæti verið að skynjun mín á hröðun hefði eitthvað brenglast með þáverandi bíl en þetta kom mér og vini mínum mikið á óvart.

Ef ég væri að skoða E39 í dag þá myndi ég persónulega ekki skoða annað en 540+ en það er bara ég. 528 eða 523 eru líka mjög góðir en V8 er V8.

Author:  Eggert [ Sun 06. Feb 2005 18:15 ]
Post subject: 

Mikið rétt, en fjárhagurinn leyfir ekki meira en þetta. Auðvitað myndi ég vilja bílinn hans Nökkva, ég bara á engan 1900 kall. Einsog er þá leyfir fjárhagurinn réttsvo að komast á svona tveggja lítra E39 nema maður vilji vera með svimandi háar afborganir. E34 bíllinn minn er alveg að standa sig, en mig langar svo helvíti mikið í E39. Bara eitthvað.. svo... cool boddý. :wink:

Ég þakka fyrir útskýringarnar Bjarki og Svezel, ég held að þessi skipting sé bara nokkuð heil miðað við lýsingarnar ykkar. Hún ver ógurlega rólega af stað, ég á bara eftir að prufa að leggja af stað í fyrsta.. það er jú steptronic á þessum.

Í stokknum fyrir framan skiptinguna, undir innréttingunni og fyrir ofan útvarpið er kassettutæki. Eins tilgangslaust og það nú er.
Vitiði hvort það sé magasín í þessum bílum original? Eða hvort þeir hafi bara virkilega látið kassettuna duga :?:

Author:  Svezel [ Sun 06. Feb 2005 18:54 ]
Post subject: 

Þeir komu ekki orginal með geisla. Minn var einmitt með kasettutæki en ég lét setja Alpine cd-changer í hann sem tengdist í útvarpið.

Author:  Litli_Jón [ Sun 06. Feb 2005 20:30 ]
Post subject: 

Þú getur prófað að "STALL" testa hann þá hefur hann í gír (prófar R-D-2-1 o.s.frv.) stendur á bremsuni og hefur handbremsuna á (Dekkin meiga EKKI hreyfast) og stendur hann (ekki lengur en 5 sek í einu) þá stoppar hann í X rpm og á að gera það í öllum gírunum að vera í sama rpm ef svo er þá er sjálfskiptingin allavega ekki slöpp :)

Author:  Eggert [ Sun 06. Feb 2005 23:16 ]
Post subject: 

Nokk magnað.. Ég var að fletta í gegnum felgu og dekkjaauglýsingarnar og rakst þar á tækið sem um ræðir.

:P

Author:  Kristjan [ Mon 07. Feb 2005 17:59 ]
Post subject: 

Hann er ansi fallegur bara þó mér finnist vanta krómið fyrir ofan númeraplötuna.

Image

Það er alltaf sweet imo

Author:  Eggert [ Mon 07. Feb 2005 18:59 ]
Post subject: 

Ég vill nú bara sem minnst hafa af krómi. :roll:
En já, þetta er fallegur bíll. Ég er búinn að tala aðeins gaurinn sem átti hann á undan bílasölunni, og hann lofar hann hástert.

Gömul auglýsing um sama bílinn hérna.

Author:  Ozeki [ Mon 07. Feb 2005 20:46 ]
Post subject: 

jámm .. þetta er gamli bílinn minn. Ég held þú þurfir ekkert að hafa áhyggjur af skiftingunni, eða öðru krami. Mér vitanlega var ekkert að kraminu þegar ég seldi bílinn í Des. síðastliðinn og bílinn allur hinn ágætasti.

Það sem er að honum sést utan á honum. Það var smá sprunga í svuntunni að framan vinstra megin, sem var þegar ég keypti bílinn og breyttist ekkert þann tíma sem ég átti hann. NB voru nokkrir (4 eigendur minnir mig) að honum eftir að hann var fluttur inn þar til ég keypti hann.

Síðan sést á hægra framhorninu og kastaraljósið þar brotið eftir að eh gúbbinn keyrði á hann á bílastæði :evil:

Meiru man ég ekki eftir .. jú það var aðeins farið að sjá á lakki við bensínlokið og röndina neðan á skottlokinu, ekkert sem ekki má fixa með smá dundi samt. Að lokum var kominn tími á að fara með hann í smur þegar ég seldi, ath með kvittun fyrir því.

Author:  Eggert [ Mon 07. Feb 2005 22:18 ]
Post subject: 

Manstu hvað hann var ekinn þegar þú lést hann af hendi?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/